Farmbréf - skýringar
Það má finna öll stofnuð farmbréf á síðunni "Farmbréf". Þar er hægt að senda farmbréf, prenta límmiða, athuga stöðu sendinga og senda leiðréttingu á farmbréfi.
Ef það þarf að hætta við sendingu, þá þarf að hafa samband beint við flutningsþjónustuna.
Aðgerðir

| Aðgerð | Lýsing |
|---|---|
| Senda | Sendir farmbréf til flutningsaðila. Fáum sendingarnúmer til baka og staða farmbréfsins breytist í Sent. |
| Senda leiðréttingu | Sendir leiðréttingu á farmbréfi eftir að það hefur verið sent (ekki í boði hjá Landflutningum). |
| Villuathugun | Athugar hvort farmbréfið sé tilbúið til sendingar miðað við upplýsingakröfur flutningsaðila. |
| Prenta | Prentar út límmiða með nafni, heimilisfangi og strikamerki fyrir farmbréfið. Prentar jafn mörg eintök og pakkningar skráðar á farmbréfinu. |
| Athuga stöðu | Athugar stöðu sendingar. Hjá Flytjanda birtist skilaboð frá flutningsaðila, hjá Landflutningum opnast rakningarsíða. |
Almennt

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Nr. | Númer farmbréfs. |
| Staða | Staða farmbréfs. "Sent" þegar farmbréf hefur verið stofnað hjá flutningsaðila. |
| Birgðageymsla | Birgðageymslan sem sér um sendinguna. |
| Sendingarnúmer | Númer sem flutningsaðili gefur þegar farmbréf hefur verið stofnað. |
| Sent | Hvenær farmbréf var sent til flutningsaðila. |
| Fjöldi pakkninga | Fjöldi pakkninga/kassa sem á að senda. |
| Þyngd | Heildarþyngd sendingarinnar. |
| Miðlari | Kóti flutningsaðila sem sér um sendinguna. |
| Miðlarategund | Flutningsaðilinn sem senda á farmbréfið til. |
| Miðlaraþjónusta | Flutningsþjónusta miðlara sem farmbréfið notast við. |
| Sniðmát | Sniðmát sem farmbréfið er stofnað útfrá. |
| Tegund afhendingar | Sala, Millifærsla eða Skil. |
| Nr. afhendingar | Númer söluafhendingar, millifærsluafhendingar eða skilaafhendingar. |
| Afhendingarnr. vöruhúss | Númer afhendingar vöruhúss. |
Viðtakandi

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Nr. | Númer viðskiptamanns eða lánardrottins. |
| Nafn | Nafn viðskiptamanns, lánardrottins eða okkar. |
| Kennitala | Kennitala viðskiptamanns, lánardrottins eða okkar. |
| Kóti heimilsfangs | Kóti aðseturs eða birgðageymslu ef annað heimilisfang. |
| Heimilisfang | Heimilisfang sem á að senda til. |
| Póstnúmer | Póstnúmer heimilisfangs sem á að senda til. |
| Borg/Bær | Borg/Bær heimilisfangs sem á að senda til. |
| Land | Land heimilisfangs sem á að senda til. Aðeins Ísland er stutt. |
| Tölvupóstur | Tölvupóstur þess sem á að senda á. |
| Tengiliður | Tengiliður þess fyrirtækis/aðila sem á að fá sendinguna. |
Pósturinn

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Kenni afhendingarþjónustu | Sjá Afhendingarþjónusta póstsins. |
| Hraðsending | Segir til hvort að um hraðsendingu sé að ræða. |
| Brothætt | Segir til um hvort sending sé brothætt. |
| Viðtakandi borgar sendingu | Segir til um hvort viðtakandi eigi að borga sendingu. |
| Lýsing | Lýsing sendingar. Má vera tómt. |
Flytjandi

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Borgar móttöku | Hver borgar móttöku. |
| Borgar akstur | Hver borgar akstur. |
| Borgar sendingu | Hver borgar sendingu. |
| Tegund afhendingar | Hvernig er sendingin afhent? "Delivered to Flytjandi" = komið til Flytjanda, tómt = Flytjandi sækir sendingu. |
| Tegund móttöku | Hvernig er sendingin móttekin? "Collected at Flytjandi" = móttakandi sækir sendingu til Flytjanda, tómt = Flytjandi fer með sendingu alla leið. |
| Geymsluskilyrði | Geymsluskilyrði sendingar. Flytjandi styður nokkur mismunandi geymsluskilyrði. |
| Sjálfgefin magneining | Segir til um hvaða magneining er notuð á farmbréfi. |
Landflutningar

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Brothætt | Segir til um hvort sending sé brothætt. |
| Viðtakandi borgar sendingu | Segir til um hvort viðtakandi eigi að borga sendingu. Annars borgar sendandi. |
| Er IMO skráð | Segir til hvort að IMO gildi sé skráð. |
| IMO Gildi | Hér er IMO gildi skráð. |
| Vörutegund | Landflutningar styðja nokkuð mismunandi vörutegundir. Viðeigandi vörutegund er valin hér. |
Línur

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Vörunr. | Númer vöru sem verið er að senda. |
| Magn til afhendingar | Magn vöru til að senda í þessari sendingu. |
| Mælieining | Mælieining vöru í þessari sendingu. |
| Magn (Grunn) | Grunnmagn til afhendingar. |
| Nettóþyngd | Nettóþyngd vara í þessari línu. |
| Brúttóþyngd | Brúttóþyngd vara í þessari línu. |