Stillingar Farmbréfakerfis
Eftirfarandi reiti má finna á uppsetningarsíðunni "Stillingar farmbréfa" sem hægt er að finna með því að nota leitina í BC.
Almennt

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Númerasería farmbréfa | Valin númerasería sem nota á við stofnun allra farmbréfa. |
| Kennitölureitur lánardrottins | Reitur á lánardrottnaspjaldi sem inniheldur kennitölu, sjálfgefið gildi er Nr. 1. |
| Kennitölureitur viðskiptamanns | Reitur á viðskiptamannaspjaldi sem inniheldur kennitölu, sjálfgefið gildi er Nr. 1. |
| Stafasett strikamerkis | Tegund strikamerkis sem á að prenta á límmiða. Sjálfgefið gildi er Code-128. |
| Prentun | Valmöguleikar: Sjálfgefið, Universal print, PrintNode. |
| Sjálfgefin prentun | Bein BC prentun, styður ekki sjálfvirka prentun án aðkomu notanda. |
| Universal Print | Prentun með prenturum í gegnum Universal Print, styður sjálfvirka prentun eftir bókun afhendinga. |
| PrintNode | Styður sjálfvirka prentun í kjölfar afhendingar og prentun í gegnum handtölvur. Meira um PrintNode |
| Búa til farmbréf | Ef hakað er í þennan reit stofnast farmbréf um leið og afhending er bókuð. |
| Opna fyrirspurnarglugga um fjölda pakkninga | Ef hakað er í þennan reit opnast fyrirspurnargluggi við bókun sem biður notandann um að skrá inn fjölda pakkninga. |
| Prenta límmiða | Ef hakað er í þennan reit prentast límmiði sjálfkrafa eftir stofnun farmbréfsins. PrintNode uppsetning |
| Senda farmbréf | Ef hakað er í þennan reit sendist farmbréf á flutningsaðila beint eftir bókun á afhendingu ef engin vandamál komu upp við stofnun þess. |
| Sleppa stofnun farmbréfa ef engin pakkning | Ef hakað er í þennan reit er ekki reynt að stofna farmbréf ef fjöldi pakkninga er 0. Annars fer verkið á villu. |
| Sjálfvirk hreinsun Farmbréfaverkraðarfærslna á villu | Hreinsar sjálfkrafa verkraðarfærslur á villu. |
| Fjöldi daga til að geyma Farmbréfavillur í verkröð | Fjöldi daga sem farmbréfavillur eru geymdar áður en þeim er eytt. |
| Sjálfvirk hreinsun tilbúin & gangsett | Segir til um hvort sjálfvirka hreinsunarverkið sé rétt sett upp. |
Pósturinn

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Slóð vefþjónustu | Vefslóð vefþjónustu Póstsins. Sjálfgefið gildi er rétt slóð, má breyta í prófunarslóð. |
| API Lykill | API Lykill til að auðkenna sig við vefþjónustu Póstsins. |
| Prófa tengingu | Aðgerð til að prófa hvort tenging til Póstsins sé rétt uppsett. |
| Sjálfgefið kenni afhendingar | Sjálfgefið kenni afhendingar ef sniðmát eru ekki notuð. |
Flytjandi

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Slóð vefþjónustu | Vefslóð vefþjónustu Flytjanda. Sjálfgefið gildi er rétt slóð, má breyta í prófunarslóð. |
| Notandanafn | Notandanafn í vefþjónustu Flytjanda. |
| Lykilorð | Lykilorð í vefþjónustu Flytjanda. |
| Api lykill Flytjanda | Api lykill sem er fengin frá Flytjanda. |
| Prófa tengingu | Aðgerð til að prófa hvort tenging til Flytjanda sé rétt uppsett. |
| Númer viðskiptamanns | Hér skal vera tómt. |
Landflutningar

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Slóð vefþjónustu | Vefslóð vefþjónustu Landflutninga. Sjálfgefið gildi er rétt slóð, má breyta í prófunarslóð. Ef slóðin virkar ekki, breyta úr https:// í http:// |
| Notandanafn | Notandanafn í vefþjónustu Landflutninga. |
| Lykilorð | Lykilorð í vefþjónustu Landflutninga. |
| Sendingarnúmerasería | Númerasería fengin frá Landflutningum (InvoiceId). |
| Prófa tengingu | Aðgerð til að prófa hvort tenging til Landflutninga sé rétt uppsett. Skilar villumeldingu þar sem virkni er ekki til staðar. |
| SSCC Fyrirtækjakóti | Fyrirtækjakóti SSCC númers. Notað til að búa til SSCC númer fyrir sendingar. |
| SSCC Númerasería | Númerasería sem er partur af SSCC númeri. Fyrirtækjakóti + númer í númeraseríunni verða að vera samtals 17 stafir að lengd. |
Demo

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Prófunarstilling | Ef hakað er í þennan reit eru engin vefþjónustuköll send út. Í staðinn gerir kerfið ráð fyrir svörum vefþjónustunna. Gott að nota í prófanir og þegar sýna á kerfið. |