Sniðmát farmbréfa
Almennt
Leitið að "sniðmát farmbréfa" í stækkunarglerinu. Ýtið á +Nýtt til þess að stofna nýtt sniðmát.

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Kóti | Einkennandi heiti sniðmáts sem hægt er að tengja við flutningsaðilan (miðlarategund). T.d. Flytjandi.Norm. |
| Lýsing | Lýsing á sniðmáti, t.d. "sent alla leið" ef stillingar valda því að sending skili sér alla leið til móttakanda. |
| Miðlarategund | Velja þann miðlara (flutningsaðila) sem sniðmát á við. Flytjanda, Landflutninga eða Póstinn. |
Pósturinn

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Kenni afhendingarþjónustu | Sjá Afhendingarþjónusta póstsins. Velur það kenni sem á við þetta sniðmát. |
| Lýsing | Lýsing sendingar. Má vera tómt. |
| Hraðsending | Segir til hvort að um hraðsendingu sé að ræða. |
| Brothætt | Segir til um hvort sending sé brothætt. |
| Viðtakandi borgar sendingu | Segir til um hvort viðtakandi eigi að borga sendingu. |
| Sjálfgefin magneining | Segir til um hvaða magneining er notuð á farmbréfi. |
Flytjandi

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Tegund afhendingar | Hvernig er sendingin afhent? "Delivered to Flytjandi" = sending er komið til Flytjanda. Tómt = Flytjandi sækir sendingu. |
| Tegund móttöku | Hvernig er sendingin móttekin? "Collected at Flytjandi" = móttakandi sækir sendingu til Flytjanda. Tómt = Flytjandi fer með sendingu alla leið til móttakanda. |
| Borgar móttöku | Hver borgar móttöku. |
| Borgar sendingu | Hver borgar sendingu. |
| Borgar akstur | Hver borgar akstur. |
| Geymsluskilyrði | Geymsluskilyrði sendingar. Flytjandi styður nokkur mismunandi geymsluskilyrði. |
| Sjálfgefin magneining | Segir til um hvaða magneining er notuð á farmbréfi. |
Landflutningar

| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| Brothætt | Segir til um hvort sending sé brothætt. |
| Viðtakandi borgar sendingu | Segir til um hvort viðtakandi eigi að borga sendingu. |
| Er IMO skráð | Segir til um hvort IMO sé skráð. |
| IMO Gildi | Hér skal fylla in IMO gildi. |
| Vörutegund | Landflutningar styðja nokkuð mismunandi vörutegundir. Viðeigandi vörutegund er valin hér. |