Hoppa yfir í efnið

Uppsetning Verðbreytingabókar

Aðstoð með uppsetningu flýtir fyrir uppsetningu á rafrænum reikningum með því að sérstilla marga reiti og gera tilbúið fyrir notanda að velja.

alt text

Sjálfgefin gildi

alt text

Hér má sérstilla hvernig verðbreytingabók skal hegða sér

Uppfæra Einingaverð á vöru

Ef hak er í þessum reit mun einingarverðið á birgðaspjaldinu uppfærast um leið og söluverð uppfærist.

Sjálfgefinn verðlisti

Hér er hægt að skilgreina hvaða söluverðslista á að nota sjálfkrafa til að uppfæra söluverðið sem hefur verið breytt í verðbreytingabókinni. Ath að þetta er bara í boði ef ný söluverðsvirkni hefur verið virkjuð í eiginleikastjórnun. Þessi virkni verður sjálfgefin í útgáfu 22.0 af Business Central.

Sjálfgefinn VSK bókunarflokkur

Hér verður að skilgreina hvaða VSK bókunarflokkur er sjálfgefinn vegna söluverðs t.d. Innanlands. Þessi bókunarflokkur er notaður til að reikna einingaverð með vsk í verðbreytingabókinni ef VSK bókunarflokkur er ekki skilgreindur á söluverðslínunni.

Sjálfgefin álagningarprósenta

Hér má velja sjálfgefna álagningu á nýjar vörur

Fela viðskiptamannaverð

Ef hakað er í þennan reit sleppir kerfið því að taka inn verð af tegundinni Viðskiptamaður þegar bókin er keyrð upp.

Sía á sömu birgðageymslu

Ef hakað er í þennan reit þá eru aðeins innkaup á sömu birgðageymslu borin saman til að uppfæra verð.

Láta notendur vita af verðbreytingum

alt text

Hægt er að haka við að láta ákveðna starfsmenn vita þegar verðbreyting er gerð.

Sett er inn notendakenni og netfang starfsmanns til að virkja sjálfvirka sendingu.

Byrjunardagsetning

alt text

Stysta tímabil síðustu innkaupa

Hér er hægt að skilgreina hvaða tími verður að líða á milli innkaupa sem borin eru sama til að koma í veg fyrir að borin séu saman innkaup á sama verði innan dags.

Nota formúlu á upphafsfagsetningu

Ef hakað er í þennan reit notar kerfið formúluna til að reikna út gildisdagsetningu fyrir nýtt einingarverð. Ef ekki er hakað í þennan reit þá notar kerfið dagsetninguna sem verðbreytingin er staðfest.

Sjálfgefin dagsetning verðbreytinga

Dagsetningarformúla fyrir dagsetningu verðbreytingar, t.d. 1D fyrir daginn eftir.

Viðvaranir

alt text

Álagning % lágmark (viðvörun):

Undir þessari tölu mun kerfið gefa viðvörun á söluverðstillöguninni.

Álagning % hámark (viðvörun):

Yfir þessari tölu mun kerfið gefa viðvörun á söluverðstillöguninni.

Hagnaður % lágmark (viðvörun):

Undir þessari tölu mun kerfið gefa viðvörun á söluverðstillöguninni.

Hagnaður % hámark (viðvörun):

Yfir þessari tölu mun kerfið gefa viðvörun á söluverðstillöguninni.

Verðbreytingasaga

alt text

Verðbreytingasaga

Ef hakað er í þennan reit er verðbreytingasagan geymd

Stofna línur

Ef verðbreyting hefur nú þegar verið gerð á sömu birgðarfærslu, þarf að velja hvort og hvernig þær línur verða aftur til.

Sjálfkrafa: Línur stofnast alltaf

Notandinn velur: Fyrir hverja verðrbreytingabók velur notandinn hvort eigi að stofna línurnar aftur eða ekki

Aldrei: Línur stofnast aldrei

Kostnaðaraukar

alt text

Í boði eru 5 reitir sem hægt er að bæta við verðbreytingabók. Hægt er að velja hvaða kostnaðaraukar eru notaðir til að leggja saman í hvern reit.

Kostnaðaraukar

Kostnaðaraukar sem á að taka saman undir þessum reitum sem birtur er í verðbreytingabók.

Heiti

Nafn reitsins sem er birtur í verðbreytingabók.

Samantekt

alt text

Hér má sjá samantekt yfir uppsetningu. Veljið ljúka þegar allt er klárt.