Hoppa yfir í efnið

Þjóðskrárlisti

Í þjóðskrárlista er hægt að lesa inn grunn- eða breytingaskrá frá Ferli, stofna viðskiptamann og/eða lánardrottinn og breyta núverandi viðskiptamanni eða lánardrottni m.v. þjóðskrárupplýsingar.

alt text

Atriði/Flokkur Lýsing
Kennitala Kennitala viðkomandi í þjóðskrá.
Nafn Nafn viðkomanda í þjóðskrá.
Nafn á viðskiptamannaspjaldi Nafn á viðskiptamannaspjaldi ef hann er þegar til sem viðskiptamaður.
Fjölskyldunúmer Fjölskyldunúmer viðkomandi í þjóðskrá.
Póstnúmer Póstnúmer viðkomandi í þjóðskrá.
Póstnúmer á viðskiptamannaspjaldi Póstnúmer á viðskiptamannaspjaldi ef hann er þegar til sem viðskiptamaður.
Lögheimili Lögheimili viðkomandi í þjóðskrá.
Heimilisfang á viðskiptamannaspjaldi Heimilisfang á viðskiptamannaspjaldi ef hann er þegar til sem viðskiptamaður.
Dagsetning innlesturs Dagsetning sem þjóðskrár skráin var lesin inn.
Meðhöndlað Ef hakað er í reitinn hefur færsla verið meðhöndluð.
Viðskiptavinur er til Ef hakað er í reitinn þá er viðskiptamaður þegar til í kerfinu.
Lánardrottinn er til Ef hakað er í reitinn þá er lánardrottinn þegar til í kerfinu.
Lesa inn grunnskrá þjóðskrár Lesa inn grunnskrá þjóðskrár út frá slóð í Uppsetning þjóðskrár.
Lesa inn breytingaskrá Lesa inn breytingaskrá þjóðskrár út frá slóð í Uppsetning þjóðskrár.
Samþykkja allar línur Breyta öllum viðskiptamönnum m.v. allar línur með hak í "Viðskiptavinur er til".
Samþykkja valdar línur Breyta öllum viðskiptamönnum m.v. valdar línur með hak í "Viðskiptavinur er til".
Hafna völdum línum Enginn viðskiptamaður breytist m.v. valdar línur með hak í "Viðskiptavinur er til".
Stofna valda viðskiptamenn Stofna viðskiptamenn fyrir valdar línur sem eru ekki með hak í "Viðskiptavinur er til".
Opna viðskiptamannaspjald Opnar viðskiptamannaspjald fyrir aðila úr þjóðskránni.
Notast við þjóðskráruppl. fyrir viðskiptav. Uppfæra viðskiptamann fyrir valdar línur með hak í "Viðskiptavinur er til".
Stofna valda lánardrottna Stofna lánardrottna fyrir valdar línur sem eru ekki með hak í "Lánardrottinn er til".
Opna lánardrottnaspjald Opnar lánardrottnaspjald fyrir aðila úr þjóðskránni.
Notast við þjóðskráruppl. fyrir lánardr. Uppfæra lánardrottinn fyrir valdar línur með hak í "Lánardrottinn er til".