Motus vinnuskjal
Inngangur að Motus kerfinu er Motus Vinnuskjal.
Þar er hægt að sjá lista yfir allar kröfur sem sóttar hafa verið frá Motus og sía niður á ákveðnar kröfur með hinum ýmsu afmörkunum. Frá vinnuskjali er einnig hægt að framkvæma hinar ýmsu aðgerðir.

Yfirlit yfir reiti og lýsingar
| Reitur / Aðgerð | Lýsing |
|---|---|
| Gjalddagi | Sýnir einungis kröfur sem eru á gjalddaga innan þessa tímabils. |
| Ósamþykkt | Sýnir ósamþykktar kröfur. |
| Nýskráð | Sýnir nýskráðar kröfur. |
| Frestað | Sýnir kröfur sem búið er að fresta. |
| Í innheimtu | Sýnir kröfur sem eru í innheimtu. |
| Niðurfelld | Sýnir kröfur sem búið er að fella niður. |
| Innheimtuferli ekki hafið | Sýnir kröfur þar sem innheimtuferli er ekki hafið. |
| Mælt með lögheimtu | Sýnir kröfur þar sem mælt er með lögheimtu. |
| Mælt með kröfuvakt | Sýnir kröfur þar sem mælt er með kröfuvakt. |
| Innheimtuferli lokið | Sýnir kröfu sem eru búnar í innheimtuferli. |
| Lokuð | Sýnir lokaðar kröfur. |
| Fruminnheimta | Sýnir kröfur sem eru í fruminnheimtu. |
| Millinnheimta | Sýnir kröfur sem eru í milliinnheimtu. |
| Millilandainnheimta | Sýnir kröfur sem eru í millilandainnheimtu. |
| Kröfuvakt | Sýnir kröfur sem eru í kröfuvakt. |
| Lögheimta 1 | Sýnir kröfur sem eru í lögheimtu 1. |
| Lögheimta 2 | Sýnir kröfur sem eru í lögheimtu 2. |
| Kröfulisti | Sýnir þær kröfur sem falla undir valdar afmarkanir. Sjá nánari lýsingu hér. |
| Sækja allar kröfur | Sækir allar opnar kröfur frá Motus, býr til nýjar og uppfærir eldri. |
| Sækja kröfur með stöðu | Sækir kröfur með ákveðna stöðu. |
| Aðgerðatillögur á kröfu | Stingur upp á aðgerðum út frá viðskiptamanni eða kröfum. Sjá nánari lýsingu hér. |
| Aðgerðatillögur á valdar kröfur | Stingur upp á aðgerðum á valdar kröfur. Sjá nánari lýsingu hér. |
| Framkvæma aðgerðir | Framkvæmir aðgerðir sem búið er að setja á kröfur. |
| Framkvæma aðgerðir á völdum | Framkvæmir aðgerðir sem búið er að setja á valdar kröfur. |
| Tengja valdar kröfur við viðskm. færslur | Finnur viðskiptamannafærslu samkv. reglu stillt í uppsetningu. |
| Hreinsa aðgerðatillögur á völdum kröfum | Hreinsar aðgerðatillögur á völdum kröfum. |
| Krafa - Spjald | Opnar kröfuspjald fyrir valda kröfu. Sjá nánari lýsingu hér. |
| Krafa - Viðhengi | Opnar viðhengi fyrir valda kröfu. Sjá nánari lýsingu hér. |
| Krafa - Aðgerðasaga kröfu | Opnar aðgerðasögu fyrir valda kröfu. Sjá nánari lýsingu hér. |
| Krafa - Sögulínur máls | Opnar sögulínur fyrir valda kröfu. Sjá nánari lýsingu hér. |
| Krafa - Athugasemdir máls | Opnar athugasemdir fyrir valda kröfu. Sjá nánari lýsingu hér. |
| Krafa - Opna Motus-Vef | Opnar kröfu á vefnum hjá Motus. |
| Greiðslur | Opnar spjald sem sýnir allar greiðslur, ekki bara greiðslur fyrir valda kröfu. Sjá nánari lýsingu hér. |
| Viðskiptamannafærslur | Opnar spjald sem sýnir allar viðskm. færslur tengda þessari kröfu. |