Motus viðhengi kröfu
Hægt er að hengja hinar ýmsu skrár við kröfur og senda til Motus. Það gæti t.d. verið PDF skrá með upprunalegum reikning á bakvið kröfu.

Yfirlit yfir reiti og lýsingar
| Reitur / Aðgerð | Lýsing |
|---|---|
| Viðhengi númer | Hlaupandi númer fyrir viðhengi. |
| Skráarnafn | Nafnið á viðhengi. |
| Sent til Motus | Segir til um hvort búið sé að senda viðhengi til Motus. |
| Málanúmer | Númer máls sem krafa tilheyrir. |
| Banki | Banki kröfu. |
| Höfuðbók | Höfuðbók kröfu. |
| Nr. | Númer kröfu. |
| Senda ósend viðhengi | Sendir öll viðhengi sem hafa ekki verið send áður til Motus og merkir í reitinn "Sent til Motus". |
| Bæta við | Opnar glugga til að bæta við nýju viðhengi. |
| Sýna | Opnar valið viðhengi til skoðunar. |