VSK sundurliðun
VSK sundurliðunin sýnir niðurbrot á VSK grunni og upphæðir eftir VSK bókunarflokkum í kerfinu.

Yfirlit yfir reiti og lýsingar
| Reitur | Lýsing |
|---|---|
| VSK viðskiptabókunarflokkur | Allir VSK viðskiptabókunarflokkar með bókaðar VSK færslur á tímabilinu, sundurliðaðir niður á vörubókunarflokka. |
| VSK vörubókunarflokkur | Vörubókunarflokkar með bókaðar VSK færslur á tímabilinu. |
| VSK % | VSK % samkvæmt VSK bókunargrunni. |
| Sala - grunnur | Samtala sölufærslna fyrir bókunarflokk. |
| Sala - VSK | Samtala VSK upphæðar sölu fyrir bókunarflokk. |
| Inn. upphæð | Samtala innkaupafærslna fyrir bókunarflokk. |
| Innskattur | Samtala VSK upphæðar innkaupa fyrir bókunarflokk. |
| Samtals skattskyld velta | Samtalstölur fyrir VSK skilagrein vegna söluveltu. |
| Samtals útskattur | Samtalstölur fyrir VSK skilgrein vegna útskatts. |
| Samtals innkaup - grunnur | Samtalstölur fyrir VSK skilagrein vegna innkaupaveltu. |
| Samtals innskattur | Samtalstölur fyrir VSK skilgrein vegna útskatts. |