Hoppa yfir í efnið

Rafræn VSK skilagrein

Rafræn VSK grein er stofnuð fyrir ákveðið tímabil. Hægt er að skoða sundurliðun, senda til RSK, leiðrétta og senda aftur til RSK og bóka VSK uppgjör. Ef það á að útiloka VSK bókunarflokk úr rafrænum VSK skrilagreinum þarf að haka í viðeigandi reit í VSK bókunargrunni. Sjá nánari lýsingu hér

alt text

Yfirlit yfir reiti og lýsingar

Reitur / Aðgerð Lýsing
Ár Reikningsárið sem VSK skilagreinin tilheyrir.
Tímabil Tímabil sem VSK skilagreinin tilheyrir, tveggja mánaða eða sérstillt.
Staða Staða VSK skilagreinar, getur verið Opin, Send og Breytt.
Kennitala Kennitala fyrirtækis sem er að senda VSK skilagrein.
VSK númer VSK númer fyrirtækis sem er að senda VSK skilagrein.
Velta tímabils Samtals velta tímabils sem VSK skilagreinin byggist á.
Samtals sala - VSK Grunnur fyrir VSK vegna sölu.
Samtals innkaup - VSK Grunnur fyrir VSK vegna innkaupa.
Áætluð endurgreiðsla Áætluð endurgreiðsla frá skattinum.
Þrep Prósentutala VSK þreps.
Tegund Heiti VSK þreps.
Upphæð Upphæð per VSK þrepi.
Endurreikna Endurreikna VSK skilagrein ef færslur hafa verið bókaðar eftir stofnun.
Bóka Bóka VSK uppgjör. Sjá nánari lýsingu hér
Aðgerðasaga Skoða aðgerðasögu. Sjá nánari lýsingu hér
Sundurliðun Skoða sundurliðun VSK skilagreinar. Sjá nánari lýsingu hér
Senda Senda VSK skilagrein rafrænt til RSK. Staðan breytist í Send og kvittun send í tölvupósti.
Senda leiðréttingu Senda leiðrétta VSK skilagrein rafrænt til RSK. Staðan breytist í Send og kvittun send í tölvupósti.
Villuathugun á skýrslu Senda VSK skilagrein til villuathugunar hjá RSK og fá villur eða áætlaða greiðslu/endurgreiðslu.
Kvittun Prenta kvittun þegar VSK skilagrein hefur verið send til RSK. Sjá nánari lýsingu hér
Eyða skýrslu hjá RSK Eyða VSK skýrslu hjá RSK.