Bóka VSK uppgjör
Aðgerðin bókar VSK uppgjörið skv. þeim upplýsingum sem hafa verið settar inn í skýrsluna. VSK færslurnar merkjast sem bókaðar og uppgjörið færist af VSK lyklum á uppgjörslykla.

Yfirlit yfir reiti og lýsingar
| Reitur / Valkostur | Lýsing |
|---|---|
| Upphafsdagsetning | Upphagsdagsetning tímabilsins sem á að bóka. |
| Lokadagsetning | Lokadagsetning tímabilsins sem á að bóka. |
| Bókunardagsetning | Bókunardagsetning fyrir VSK uppgjör. Fyllist sjálfkrafa með lokadagsetning tímabilsins. |
| Númer fylgiskjals | Númer fylgiskjals fyrir bókun á VSK uppgjöri. |
| Uppgjörsreikningur | Uppgjörsreikningur fyrir VSK. |
| Sýna VSK-færslur | Ef hakað er í þennan reit þá mun skýrslan sýna VSK færslurnar. |
| Bóka | Ef hakað er í þennan reit mun VSK uppgjörið bókast. Ef hakið er tekið út, má keyra skýrsluna fyrst. |
| Sýna upphæðir í öðrum skýrslugjaldmiðli | Ef hakað er í þennan reit munu upphæðir vera sýnd í íslenskum krónum. |
| VSK viðsk.bókunarflokkur | Hægt er að afmarka skýrsluna á VSK viðsk. bókunarflokk fyrir bókun. |
| VSK-vörubókunarflokkur | Hægt er að afmarka skýrsluna á VSK-vörubókunarflokk fyrir bókun. |