Víddarbreytingar á fjárhagsfærslum
Í Business Central útgáfu 18 er kominn möguleiki um að breyta víddargildi á fjárhagsfærslum.
- Opna fjárhagsfærslur.

- Velja færsluna sem breyta á víddum og velja Færsla - Leiðrétta víddir.

- Færslan var bókuð með vídd DEILD og víddargildi FRAML.
- Skrifa lýsing fyrir víddarbreytingu.
- Velja nýtt viddargildi í reitnum Nýr víddargildiskóði. T.d. SALA.

- Það er líka hægt að bæta við vídd og víddargildi sem var ekki notað í bókuninni. T.d. Verkefni og Verkefni1.

- Velja Staðfesta víddarbreytingar og haka í Keyra strax. Staðfestingin athugar hvort það séu takmarkanir á víddum sem hindra breytinguna.

- Kerfið stofnar verk til að framkvæma víddarleiðréttingu.

- Til að fylgjast með keyrslunni er hægt að velja Færsla - Ferill Víddarleiðréttingar.

- Ef keyrslan hefur skilað villu, er hægt að velja Sýna villur.

- Hægt er að fara til baka í víddarbreytingu og velja Enduropna.

- Hægt er að velja línu við breytinguna sem á að hætta við og velja Bakfæra breytingu.

- Nú eru drögin eingöngu með breytingu á vídd Verkefni og hægt að staðfesta aftur.

- Nú er víddarleiðrétting staðfest og hægt að velja Keyra.

- Þá verður víddarleiðréttingin fullkláruð.

- Nú er hægt að skoða víddir á fjárhagsfærslu og sjá breytingingar.
