Hoppa yfir í efnið

Inngangur

Alhliða viðskiptalausn

Microsoft Dynamics 365 Business Central er alhliða viðskiptakerfi sem hentar fyrir rekstur af öllum stærðum og gerðum. Með kerfinu tengir þú saman gögn úr bókhaldi, söludeild, innkaupadeild, birgðastjórnun og þjónustu við viðskiptavini til að fá heildstæða yfirsýn yfir reksturinn.

Með Business Central hefur þú miðlægan gagnagrunn sem geymir allar viðskiptaupplýsingar þínar. Þannig er hægt að samtvinna upplýsingar úr bókhaldinu, framleiðslunni, birgðakerfinu, sölu- og markaðsdeildinni. Við staðalbúnað kerfanna má svo bæta við endalausum sérkerfum eins og t.d. verslunarkerfinu LS Central frá LS Retail, Bankakerfi og Rafrænum reikningum frá Rue de Net.

Business Central býður upp á nýjungar og umbætur á eldri kerfum. Möguleiki er á að sérhanna viðmótið fyrir hvern notanda, einnig getur notandi sjálfur sérhannað sitt viðmót og þar með verður vinnuumhverfið þægilegra og betra. Einnig hefur samþætting við Office 365 aldrei verið auðveldari.

Í skýinu eða í húsi?

Þegar viðskiptakerfi er valið er mikilvægt að skoða hvaða uppsetning hentar þínu fyrirtæki best. Með Business Central getur þú valið á milli uppsetninga; í skýinu, innanhúss eða blöndu af þessu tvennu. Við aðstoðum þig að greina þarfir fyrirtækisins og ákvarða síðan hvað hentar best.