| Hlaða inn valkröfum |
Skilgreinir hvort valkröfur á greiðanda séu hlaðnar inn frá banka. |
| Mesti mism. við jöfn. sölur. |
Skilgreinir mesta mismun sem má vera á jöfnun á sölureikningum. |
| Mesti mism. við jöfn. innkr. |
Skilgreinir mesta mismun sem má vera á jöfnun á innkaupareikningum. |
| Sjálfg. flokkur erlendra greiðslna |
Ef framkvæmd er erlend millifærsla er hún sett sjálfkrafa í þennan flokk þangað til annað er valið. |
| Greiða kostnað af erlendum greiðslum |
Ef hakað er í þennan reit þá skráir kerfið að kostnaður vegna erlendrar greiðslu mun reikningsfærast á greiðanda. |
| Auðkenni valkrafna |
Segir til um hvaða auðkenni þýði að krafa sé valkrafa. |
| Textalykill valkrafna |
Segir til um hvaða textalykil þýði að krafa sé valkrafa. |
| Sjálfvirk uppfærsla gengis |
Ef hakað er í þennan reit mun gengi uppfærast sjálfkrafa ef útgreiðslan er skráð á annarri dagsetningu en núverandi dagsetning. |
| Óheftur aðgangur að gengis uppfærslum |
Ef hakað er í þennan reit verður gengi sótt með fyrsta bankanotendanum fyrir hvern banka óháð hver biður um uppfærsluna. |
| Eitt fylgiskjalsnúmer á bók |
Ef hakað er við þennan reit verður eitt fylgiskjalsnúmer á öllum færslum í útgreiðslubók. |
| Mótreikningur gjalda |
Skilgreinir á móti hvaða fjárhagsreikning kostnaður bókast í útgreiðslubók (t.d. vanskilagjald). |
| Mótreikningur vaxta |
Skilgreinir á móti hvaða fjárhagsreikning vextir bókast í útgreiðslubók. |
| Númeraröð greiðslna |
Skilgreinir hvaða númeraröð á að nota fyrir greiðslur á kröfum. |
| Para greiðsluuppástungur við kröfur |
Skilgreinir hvort para eigi greiðslutillögur í útgreiðslubók við kröfur frá banka. |
| Sjálfgefinn bankareikningur |
Hægt er að velja sjálfgefinn bankareikningur fyrir útgreiðslubók. |
| Senda útgreiðslu á eindaga |
Ef hakað er við þennan reit er notast við framvirka greiðsludagsetningu. Framvirk greiðsla greiðist þá sjálfkrafa á tilgreindum eindaga. |