| Vanskilavextir |
Segir til um hvaða vanskilavextir reiknast á kröfum. Möguleikar: Reikna vextir, Engir vextir, Sérstakur kóti. Velja "Reikna vexti" til að vanskilavextir reiknist á kröfum í banka. |
| Sérstakur kóti vanskilavaxta |
Ef sérstakur kóti er skilgreindur í "Vanskilavextir" þarf að tilgreina kóta hér. Banki gefur út kóta fyrir sérstakan útreikning á vanskilavöxtum. |
| Tegund vanskilagjalds |
Möguleikar: Ekkert vanskilagjald, Gjalddagi-gildi eru upphæðir/prósentur, Eindagi-gildi eru upphæðir/prósentur. Velja hvort gjaldið reiknast frá gjaldaga/eindaga og hvort það sé föst upphæð eða prósenta. |
| Fyrsta vanskilagjald |
Tilgreina upphæð vanskilagjalds. |
| Dagar fyrir fyrstu vanskil |
Dagafjöldi eftir gjalddaga/eindaga (fer eftir "Tegund vanskilagjalds") þegar fyrsta vanskilagjald á að bætast við kröfu. |
| Annar afsláttur eða vanskil |
Tilgreina upphæð annars vanskilagjalds. |
| Dagar fyrir önnur vanskil |
Dagafjöldi eftir gjalddaga/eindaga (fer eftir "Tegund vanskilagjalds") þegar annað vanskilagjald á að bætast við kröfu. |
| Kóti afstemmingar |
Fyllt út með kóta afstemmingar ef bankareikningur á að vera með sérstakri meðhöndlun í afstemmingu. |
| Kennitala |
Kennitala fyrirtækis vegna B2B samskipta. |
| Innheimtuauðkenni |
Þriggja stafa kóði sem fyrirtæki fær frá banka til að merkja kröfur sínar með. Hægt að halda utan um mörg innheimtuauðkenni per bankareikning. Sjá nánari lýsingu hér. |
| Höfuðbók |
Er oftast 66. |
| Uppsetning bankaþjónustu |
Tengir bankareikning með viðeigandi bankaþjónustu vegna B2B. Þarf að fylla út til að geta notað B2B samskipti við banka. |