Uppsetning
Viðbótatorg Rue de Net er hannað fyrir Microsoft Dynamics 365 Business Central og er aðgengilegt í Microsoft AppSource. Hér eru leiðbeiningar um tvær aðferðir til að setja viðbótina upp: í gegnum AppSource og beint úr Business Central.
Uppsetning í gegnum Microsoft AppSource
Viðbótina má nálgast hér.
Ýtt er á Free Trial til að hlaða inn viðbótinni.
Þá ætti eftirfarandi gluggi að birtast:
Svo er notandi færður sjálfkrafa í sitt Business Central umhverfi. Ef fleiri umhverfi en eitt eru í boði þarf fyrst að velja umhverfið sem á að setja viðbótina upp í og svo ýta á Install.
Þá hefst uppsetning á viðbótinni (sjá að neðan.)
Uppsetning beint úr Business Central
Í Business Central er hægt að finna viðbótina með því að smella á stækkunarglerið efst til hægri og velja Microsoft AppSource-forrit (e. Microsoft AppSource apps).
Leitaðu að "App Center" eða "Rue de Net" til að finna viðbótina.
Smelltu á viðbótina til að opna yfirlitssíðu og veldu "Setja upp forrit" til að halda áfram.
Setja upp
Eftir að smellt hefur verið á Setja upp (Install), birtist gluggi sem varar við að uppsetningin gæti truflað aðra notendur.
Ef ekkert er því til fyrirstöðu má halda áfram með Setja upp.
Að lokinni uppsetningu birtist staðfestingargluggi og umhverfið endurhleðst.
Þú getur nú byrjað að nota vöruna. Öll virkni hennar er aðgengileg í gegnum síðuna Viðbótatorg Rue de Net.