Hoppa yfir í efnið

Viðbótaaðgerðir

Eftirfarandi aðgerðir eru í boði á þremur stöðum og eiga þær allar við viðbætur Rue de Net sem sjá má í viðbótalistanum. Nálgast má aðgerðirnar á þremur stöðum: 1. Undir Viðbótaaðgerðir efst á Viðbótatorg-síðunni
Vidbotaadgerdir 1 2. Í viðbótalistanum, í sprettiglugga sem birtist með því að smella á þrípunktinn
Vidbotaadgerdir 2 3. Á viðbótaspjaldinu sem opnast þegar smellt er á nafn viðbótarinnar
Vidbotaadgerdir 3

Aðgerð Lýsing
Hlaða inn Sýnilegt ef viðbótinni hefur ekki verið hlaðið inn. Ef ýtt er á aðgerðina hefst ferli sem setur viðbótina inn á umhverfið. Athugið að þetta getur truflað aðra notendur.
Fjarlægja Sýnilegt ef viðbótinni hefur verið hlaðið inn. Ef ýtt er á aðgerðina er viðbótin fjarlægð úr umhverfinu. Athugið að þetta getur truflað aðra notendur.
Uppsetning með hjálp Opna uppsetningu á viðbótinni með aðstoð. Notandi er leiddur í gegnum ferli þar sem svör við spurningum um fyrirætlaða notkun ráða gildum í reitum. Þetta er sama síða og opnast þegar ýtt er á "Uppsetningu lokið" eða "Þarfnast frekari uppsetningar" á viðbótalista eða viðbótarspjaldi.
Allar tiltækar uppsetningar Opnar lista af tiltækum uppsetningum viðbótar. Bæði eru sjáanlegar uppsetningar með hjálp, og handvirkar uppsetningasíður. Þetta er sama síða og Business Central opnar eftir að viðbót hefur verið hlaðið inn.
Skjölun Opnar skjölun viðbótarinnar í nýjum glugga.