Uppsetning Viðbótatorgs
Þessi síða er hugsuð sem upplýsingasíða og varnagli ef eitthvað amar að virkni eða samskiptum á milli Viðbótatorgsins og Rue de Net. Notandi þarf sjaldnast að grípa inn í hér nema ef samskipti truflast.
Ef Viðbótatorgið hefur ekki átt næg samskipti við Rue de Net kemur það fram neðst á síðunni og einnig ef ýtt er á Athuga aðgang að Viðbótatorgi. Oftast nægir að framkvæma daglega keyrslu Viðbótatorgs til að koma samskiptum aftur á.
Aðgerðir
Aðgerð | Lýsing |
---|---|
Athuga aðgang að Viðbótatorgi | Athugar aðgangsstöðu umhverfisins og birtir niðurstöðu í viðmóti. |
Framkvæma daglega keyrslu | Framkvæmir daglega keyrslu sem sendir Rue de Net nauðsynlegar upplýsingar um stöðu umhverfisins. |
Þvinga uppfærslu allra leynigilda | Sækir öll leynigildi úr Azure Key Vault og yfirskrifar flýtiminni með nýjum gildum. |
Hlaða upp leyfum umhverfisins | Sendir upplýsingar um leyfi umhverfisins til Rue de Net, þ.m.t. nöfn leyfa og fjölda notenda. |
Reitir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Slökkva á vistun leynigilda | Slekkur á geymslu leynigilda í flýtiminni; gildin eru þá alltaf sótt í Azure Key Vault. |
Dagur síðustu daglegu keyrslu | Dagsetning síðustu tilraun við að keyra daglegu keyrslu Viðbótatorgsins. |