Viðbótatorg Rue de Net
Allar aðgerðir og virkni Viðbótatorgs Rue de Net sem að kemur notanda er aðgengileg í gegnum eina síðu, samnefndu síðuna Viðbótatorg Rue de Net.
Hægt er að finna síðuna með því að smella á stækkunarglerið efst til hægri í Business Central (flýtilykill: Alt + Q) og leita að nafninu.
Kynning á síðunni
Þegar síðan er opnuð í fyrsta sinn birtist kynning á helstu svæðum hennar. Hægt er að endurtaka kynninguna með því að smella á heiti síðunnar og velja "Endurtaka kynningu".
Skráning Rue de Net viðskiptavinar
Efst á síðunni er svæðið Skráning Rue de Net viðskiptavinar. Þessar upplýsingar eru sendar til Rue de Net til að stofna til viðskipta.
Það á að gerast sjálfkrafa en einnig er til aðgerðin Senda upplýsingar um viðskiptavin aðgengileg undir Aðgerðir til að framkvæma sendingu gagnanna handvirkt.
Til að breyta gildum þessa svæðis má smella á Kenni viðskiptavinar gildið, Nafn viðskiptavinar gildið, eða aðgerðina Breyta viðskiptavini.
Þá opnast síða þar sem hægt er að breyta gildunum.
Nánari lýsingu á reitum má finna hér.
Viðbótalisti
Hér má sjá allar Rue de Net viðbætur sem aðgengilegar eru í Microsoft AppSource.
Í gegnum listann er hægt að hlaða inn, fjarlægja og setja upp viðbætur, auk þess sem skjölun fyrir hverja og eina er aðgengileg.
Fyrsta skrefið er alltaf að hlaða viðbótinni inn. Eftir það verða fleiri aðgerðir aðgengilegar, t.d. að ganga í gegnum uppsetningu.
Ef uppsetningu er ekki lokið fyrir viðbótina stendur "Þarfnast frekari uppsetningar" í rauðu í sömu línu og viðeigandi viðbót, annars "Uppsetningu lokið" í grænu. Hægt er að smella á textann til að opna uppsetningu með aðstoð.
Nánari lýsingu á aðgerðum má finna hér.
Aðgerðir Viðbótatorgs
Aðgerð | Lýsing |
---|---|
Uppsetningarstaða viðbóta | Opnar síðu sem sýnir stöðu upphleðslu viðbóta. |
Breyta viðskiptavini | Opnar síðu til að breyta upplýsingum um viðskiptavin (sjá Skráning Rue de Net viðskiptavinar). |
Viðbótaaðgerðir | Aðgerðir sem snúa að viðbótum Rue de Net. Sjá nánar hér. |
Endurhlaða | Hleður síðunni og gögnum hennar upp á nýtt. |
Uppsetning Viðbótatorgs | Opnar uppsetningarsíðu sem gerir notanda kleift að athuga sinn aðgang og framkvæma daglega keyrslu. Sjá nánar hér. |
Senda upplýsingar um viðskiptavin | Handvirk leið til að senda upplýsingar um viðskiptavin til Rue de Net. Ef sending tekst birtast staðfestingarskilaboð. |
Viðbótaspjald
Ef smellt er á nafn viðbótar í listanum opnast spjaldsíða viðbótarinnar.
Síðan bíður upp á sömu virkni og er að finna á viðbótalistanum (sjá hér). Auk þess sýnir hún nafn, GUID kenni viðbótarinnar og útgáfu sem hlaðið er inn ef einhver er.