Inngangur
Viðbótatorg Rue de Net (e. Rue de Net App Center) er miðlæg lausn fyrir Microsoft Dynamics 365 Business Central, aðgengileg í Microsoft AppSource. Lausnin gerir viðskiptavinum og samstarfsaðilum kleift að stjórna og setja upp Rue de Net viðbætur á einfaldan hátt, án aðkomu ráðgjafa nema þess sé óskað.
Lykilvirkni
Allar aðgerðir eru aðgengilegar í gegnum síðuna Viðbótatorg Rue de Net.
1. Stjórnun viðbóta
Á síðunni má sjá lista yfir allar Rue de Net viðbætur sem eru tiltækar í Microsoft AppSource. Hægt er að setja upp nýjar viðbætur, fjarlægja þær sem ekki eru í notkun og hefja uppsetningarferli á hverri og einni með einföldum aðgerðum. Einnig má nálgast skjölun fyrir viðbæturnar.
2. Skráning í viðskipti
Hægt er að skrá upplýsingar um fyrirtæki og samstarfsaðila ef við á, og senda þær til Rue de Net til að stofna til viðskipta.