Hoppa yfir í efnið

Uppsetning Samþykktakerfis

Best er að nota uppsetningu með hjálp.

alt text

Upplýsingar

Heiti Lýsing
Verkflæði samþykkta er til Kerfið leggur sjálfkrafa til að svarið sé "Já" en þá hefur verkflæði samþykkta verið lesið inn í kerfið.
Verkflæði samþykkta er virkt Kerfið leggur til sjálfkrafa að svarið sé "Já" en þá hefur verkflæði samþykkta verið virkjað inn í kerfið.
RdN verkflæðisflokkur Er sjálfgefið PURCHDOC.
Búa til samþykkt svar er til Er sjálfgefið "Já".
Senda í samþykkt svar er til Er sjálfgefið "Já".
Samþykkja samþykkt verkflæðissvar Er sjálfgefið "Já".
Hafna samþykkt verkflæðissvar Er sjálfgefið "Já".
Hafna við samþykkt verkflæðissvar Er sjálfgefið "Já".
Aðvörun á tómum línum Hægt er að fá aðvörun áður en reikningur er sendur í samþykkt ef lína hefur tóm gildi. Er sjálfgefið "Nei".
Ótengd myndamappa Hér skal tilgreina úr hvaða möppu kerfið á að sækja skönnuð skjöl til að lesa inn í Microsoft Dynamics 365 Business Central.
Nota client möppu Hakað er í þennan reit ef á að nota möppu á client vél frekar en á server.
Samþykktartölvupóstfang Hér á að skilgreina frá hvaða netfangi Samþykktakerfi eigi að senda tölvupósta. Ef reiturinn er skilinn eftir tómur þá sendast engir tölvupóstar úr Samþykktakerfi.
Senda tölvupóst við samþykktarbeiðni Ef hakað er í þennan reit fær samþykkjandi tilkynningu í tölvupósti þegar samþykktarbeiðni er send.
Senda tölvupóst við samþykkt Ef hakað er í þennan reit sendist tölvupóstur til samþykkjanda fyrir hvern reikning sem er sendur til samþykktar.
Senda tölvupóst við höfnun Ef hakað er í þennan reit sendist tölvupóstur til bókara um leið og reikningi er hafnað.
Geyma athugsemdir í RL minnispunktum Best að haka í þennan reit þannig að athugasemdir sem eru skráðar í samþykktaferlinu geymast í Notes á innkaupareikningi.
Þvinga athugasemd við höfnun Hægt er að haka í þennan reit til að þvinga notendur til að skrá athugasemd við höfnun reikninga.