Hoppa yfir í efnið

Innkaupareikningur

Innkaupareikningur er skráður skv. skannaðri mynd og er það standard Microsoft Dynamics 365 Business Central spjald þar sem reitir fyrir Samþykktakerfi hafa bæst við. Í framhaldi er hægt að velja samþykkjandahóp og senda til samþykktar.

alt text

Upplýsingar

Heiti Lýsing
Staða Staða reiknings er "Opin" þangað til hann er sendur til samþykktar. Þá verður staðan "Bíður samþykkis". Þegar reikningur hefur verið samþykktur breytist staðan í "Útgefin".
Sendar samþykktir Kerfið fyllir sjálfkrafa út notandakenni þess sem sendir reikning til samþykktar um leið og aðgerðin "Senda samþykktabeiðni" hefur verið valin.
Samþykkjandahópur Hér skal velja samþykkjandahóp sem reikningur á að fara á.
Samþykkt hafnað Kerfið fyllir sjálfkrafa út "Já" í þennan reit ef samþykkjandi hafnar samþykktabeiðni.
Hafnandi samþykktar Kerfið fyllir sjálfkrafa með notandanafni þess sem hefur hafnað samþykktabeiðni.
Athugasemd samþykktar Kerfið birtir hér athugasemd sem samþykjandi hefur skilið eftir þegar hann hafnaði samþykktabeiðni.
Skjalaskrár á innleið Í þessum glugga sést mynd í viðhengi sem var notuð til að stofna innkaupareikning.

Aðgerðir

Aðgerð Lýsing
Myndir Hægt er að opna mynd sem er tengd við innkaupareikning.
Senda samþykktabeiðni Með því að velja þessa aðgerð sendist samþykktabeiðni til samþykkjanda. Sjá nánari lýsingu hér.
Hætta við samþykktabeiðni Með því að velja þessa aðgerð er hætt við samþykktabeiðni til samþykkjanda. Sjá nánari lýsingu hér.
Samþykktir Samþykktir sýna hverjir hafa fengið reikning til samþykktar og hver staða á reikningi er í Samþyktkakerfinu. Sjá nánari lýsingu hér.
Síðustu samþykktir Síðustu samþykktir sýna allt samþykktaferli reiknings, hvernig reikningur færist til samþykktar milli aðila og hver á eftir að samþykkja. Sjá nánari lýsingu hér.