Hoppa yfir í efnið

Innkaupareikningslisti

Á innkaupareikningslista er hægt að hafa yfirsýn yfir stöðu reikninga og samþykktir þeirra. Reitirnir fyrir Samþykktakerfi hafa verið bættir við standard Microsoft Dynamics 365 Business Central innkaupareikningslista.

alt text

Staða

Heiti Lýsing
Staða Staða reiknings er opin þangað til hann er sendur til samþykktar. Þá verður staðan "Bíður samþykkis". Þegar reikningur hefur verið samþykktur breytist staðan í "Útgefin".
Samþykkjandahópur Hér skal velja samþykkjandahóp sem reikningur á að fara á.
Samþykkt hafnað Kerfið fyllir sjálfkrafa með "Já" í þennan reit ef samþykkjandi hafnar samþykktabeiðni.
Hafnandi samþykktar Kerfið fyllir sjálfkrafa með notandanafni þess sem hefur hafnað samþykktabeiðni.
Athugasemd samþykktar Kerfið birtir hér athugasemd sem samþykkjandi hefur skilið eftir þegar hann hafnaði samþykktabeiðni.
Skjalaskrár á innleið Í þessum glugga sést mynd í viðhengi sem var notuð til að stofna innkaupareikning út frá listanum.

Aðgerðir

Aðgerð Lýsing
Senda samþykktabeiðnir fyrir valda reikninga Með því að velja þessa aðgerð sendist samþykktabeiðni til samþykkjanda fyrir alla valda reikninga. Sjá nánari lýsingu hér.
Hætta við samþykktabeiðnir fyrir valda reikninga Með því að velja þessa aðgerð er hætt við samþykktabeiðni til samþykkjanda fyrir alla valda reikninga. Sjá nánari lýsingu hér.
Samþykktir Samþykktir sýna hverjir hafa fengið reikning til samþykktar og hver staða reiknings er í Samþykktakerfinu. Sjá nánari lýsingu hér.
Myndir Hægt er að opna mynd sem er tengd við innkaupareikning út frá lista.