Innkaupareikningslisti
Á innkaupareikningslista er hægt að hafa yfirsýn yfir stöðu reikninga og samþykktir þeirra. Reitirnir fyrir Samþykktakerfi hafa verið bættir við standard Microsoft Dynamics 365 Business Central innkaupareikningslista.

Staða
| Heiti | Lýsing |
|---|---|
| Staða | Staða reiknings er opin þangað til hann er sendur til samþykktar. Þá verður staðan "Bíður samþykkis". Þegar reikningur hefur verið samþykktur breytist staðan í "Útgefin". |
| Samþykkjandahópur | Hér skal velja samþykkjandahóp sem reikningur á að fara á. |
| Samþykkt hafnað | Kerfið fyllir sjálfkrafa með "Já" í þennan reit ef samþykkjandi hafnar samþykktabeiðni. |
| Hafnandi samþykktar | Kerfið fyllir sjálfkrafa með notandanafni þess sem hefur hafnað samþykktabeiðni. |
| Athugasemd samþykktar | Kerfið birtir hér athugasemd sem samþykkjandi hefur skilið eftir þegar hann hafnaði samþykktabeiðni. |
| Skjalaskrár á innleið | Í þessum glugga sést mynd í viðhengi sem var notuð til að stofna innkaupareikning út frá listanum. |
Aðgerðir
| Aðgerð | Lýsing |
|---|---|
| Senda samþykktabeiðnir fyrir valda reikninga | Með því að velja þessa aðgerð sendist samþykktabeiðni til samþykkjanda fyrir alla valda reikninga. Sjá nánari lýsingu hér. |
| Hætta við samþykktabeiðnir fyrir valda reikninga | Með því að velja þessa aðgerð er hætt við samþykktabeiðni til samþykkjanda fyrir alla valda reikninga. Sjá nánari lýsingu hér. |
| Samþykktir | Samþykktir sýna hverjir hafa fengið reikning til samþykktar og hver staða reiknings er í Samþykktakerfinu. Sjá nánari lýsingu hér. |
| Myndir | Hægt er að opna mynd sem er tengd við innkaupareikning út frá lista. |