Hoppa yfir í efni

Uppsetning Samþykktakerfis

Best er að nota uppsetningu með hjálp.

alt text

Upplýsingar

Verkflæði samþykkta er til:

Kerfið leggur sjálfkrafa til að svarið sé "Já" en þá hefur verkflæði samþykkta verið lesið inn í kerfið.

Verkflæði samþykkta er virkt:

Kerfið leggur til sjálfkrafa að svarið sé "Já" en þá hefur verkflæði samþykkta verið virkjað inn í kerfið.

alt text

Í þessum glugga þarf bara að samþykkja tillögur til að stilla verkflæði fyrir innkaupaskjöl fyrir Samþykktakerfi.

RdN verkflæðisflokkur:

Er sjálfgefið PURCHDOC.

Búa til samþykkt svar er til:

Er sjálfgefið "Já".

Senda í samþykkt svar er til:

Er sjálfgefið "Já".

Samþykkja samþykkt verkflæðissvar:

Er sjálfgefið "Já".

Hafna samþykkt verkflæðissvar:

Er sjálfgefið "Já".

Hafna við samþykkt verkflæðissvar:

Er sjálfgefið "Já".

alt text

Ótengd myndamappa:

Hér skal tilgreina úr hvaða möppu kerfið á að sækja skönnuð skjöl til að lesa inn í Microsoft Dynamics 365 Business Central.

Nota client möppu:

Hakað er í þennan reit ef á að nota möppu á client vél frekar en á server.

alt text

Samþykktartölvupóstfang:

Hér á að skilgreina frá hvaða netfangi Samþykktakerfi eigi að senda tölvupósta. Ef reiturinn er skilinn eftir tómur þá sendast engir tölvupóstar úr Samþykktakerfi.

Senda tölvupóst við samþykkt:

Ef hakað er í þennan reit sendist tölvupóstur til samþykkjanda fyrir hvern reikning sem er sendur til samþykktar.

Senda tölvupóst við höfnun:

Ef hakað er í þennan reit sendist tölvupóstur til bókara um leið og reikningi er hafnað.

alt text

Geyma athugsemdir í RL minnispunktum:

Best að haka í þennan reit þannig að athugasemdir sem eru skráðar í samþykktaferlinu geymast í Notes á innkaupareikningi.

Þvinga athugasemd við höfnun:

Hægt er að haka í þennan reit til að þvinga notendur til að skrá athugasemd við höfnun reikninga.