Hoppa yfir í efni

Margir samþykkjendur í hóp

Samþykkjandahópar eru notaðir hvort sem um er að ræða einn samþykkjanda eða fleiri.

1. Staðgenglar:

alt text

Notendur eru skráðir á samþykkjandahóp. Nr. raðar er 1 fyrir báða notendur ef annar er staðgengill. Það þýðir að samþykktabeiðni fer til beggja aðila og um leið og einn aðili samþykkir þá verður innkaupareikningur útgefinn.

2. Fleiri þurfa að samþykkja:

alt text

Notendur eru skráðir á samþykkjandahóp. Nr. raðar er sett fyrir hvern aðila í þeirri röð sem þeir eiga að samþykkja.

Hakað er í reitinn "Allir eiga að samþykkja" þannig að innkaupareikningur verður ekki með stöðu "Útgefin" fyrr en allir innan samþykkjandahóps hafa samþykkt reikning.

Ef ekkert hak er sett í reitinn "Allir eiga að samþykkja" þá verður innkaupareikningur með stöðu "Útgefin" um leið og einn samþykkjandi hefur samþykkt reikning.

Hægt er að skoða hvernig samþykktir raðast á innkaupareikning með því að opna "Síðustu samþykktir".