Hoppa yfir í efni

Beiðnir til samþykktar

Listi yfir beiðnir til samþykktar á notanda. Úr listanum er hægt að skoða viðhengi, opna reikning, samþykkja eða hafna reikningi.

alt text

Reikningur

Til að samþykkja:

Reikningsnúmer sem er til samþykktar hjá notanda.

Sundurliðun:

Inniheldur heiti lánardrottins og upphæð reiknings.

Athugasemd:

Sýnir hvort það sé athugasemd skráð á reikninginn.

Kenni sendanda:

Notandakenni sendanda til samþykktar.

Gjalddagi:

Gjalddagi reiknings sem er til samþykktar hjá notanda.

Upphæð (SGM):

Upphæð (SGM) reiknings sem er til samþykktar hjá notanda.

Samþykkjandahópur:

Samþykkjandahópur skráður á reikningi sem er til samþykktar hjá notanda.

Áður hafnað?

Ef hakað er í þennan reit þá hefur reikningi verið hafnað áður.

Hafnað af:

Notandakenni þess sem hafnaði reikning áður.

Athugasemd höfnunar:

Athugasemd sem hafnandi skráði á reikning við höfnun.

Línur

Hér sjást upplýsingar um línur á reikningi sem er til samþykktar.

Tegund:

Er annað hvort Fjárhagur, Vara, Eign eða Kostnaðarauki (vöru).

Nr:

Númer reiknings eða vöru.

Samþykkjandahópur:

Samþykkjandahópur skráður á línu.

Staða línusamþykktar:

Staða línusamþykktar. Getur verið Opin, Bíður samþykkis eða Útgefin.

Lýsing/Athugasemd:

Lýsing á vöru eða reikningi á línu.

Kóti birgðageymslu:

Kóti birgðageymslu á línu.

Magn:

Magn á línu.

Mælieining:

Mælieining á línu.

Innk.verð án VSK:

Innkaupsverð án VSK á línu.

Línuafsl.%:

Línuafsláttarprósenta á línu.

Línuupphæð án VSK:

Línuupphæð án VSK á línu.

Magn til úthlutunar:

Er eingöngu notað fyrir kostnaðarauka (vöru).

Úthlutað magn:

Er eingöngu notað fyrir kostnaðarauka (vöru).

Deild/Verkefni kóti (og fleiri):

Víddarkótar á línu eftir því hvaða víddir eru notaðar í kerfinu.

Skjalaskrá á innleið:

Hér sést viðhengi á reikning sem er til samþykktar.

Aðgerðir á reikningnum

Samþykkja:

Samþykkja reikning. Þá breytist staðan í "Útgefin" ef samþykkjandi er síðasti samþykkjandi í hópnum.

Hafna:

Hafna reikningi. Ef hak er í uppsetningu Samþykktakerfis sem þvingar notanda til að skrá athugasemd við höfnun þá poppar upp athugasemdargluggi.

Opna færslu:

Opnar innkaupareikning. Sjá nánari lýsingu hér.

Framsenda:

Aðgerðin framsendir reikning á annan samþykkjanda. Sjá nánari lýsingu hér.

Aðgerðir á línu

Samþykkja:

Samþykkja reikningislínu. Þá breytist staða í "Samþykkt" á línu ef samþykkjandi er síðasti samþykkjandi í hóp.

Hafna:

Hafna reikningslínu. Ef hak er í uppsetningu Samþykktakerfis sem þvingar notanda til að skrá athugasemd við höfnun þá poppar upp athugasemdagluggi. Þá breytist staðan í "Opin" á línu.

Áframsenda:

Áframsendir reikningslínu á annan samþykkjanda.