Hoppa yfir í efni

Listi skannaðra mynda

Listi skannaðra mynda er notaður til að lesa inn PDF skjöl eða myndir og stofna innkaupareikning eða kreditreikning fyrir hvert skjal.

alt text

Upplýsingar

Lýsing:

Hér kemur fram heiti á mynd eða skjali sem var lesið inn.

Dagsetning/Tími stofnunar:

Hér kemur fram dagsetning og tími sem mynd eða skjal var lesið inn.

Í NavDocViewer glugga er hægt að forskoða mynd eða skjal sem er í listanum.

Aðgerðir á lista skannaðra mynda

Flytja inn skjöl:

Með því að velja þessa aðgerð flytur kerfið inn skjöl sem eru geymd í möppu sem tilgreint er í uppsetningu Samþykktakerfis. Kerfið flytur inn öll skjöl úr möppu og hreinsar hana svo ekki sé hægt að flytja þau óvart inn aftur.

Draga og sleppa:

Með því að velja þessa aðgerð opnast gluggi til að draga eitt eða fleiri skjöl úr möppu eða tölvupósti. Sjá nánari lýsingu hér. Er einungis sýnileg ef Draga og sleppa kerfið er sett upp.

Skoða mynd:

Með því að velja þessa aðgerð opnast skjal í glugga af fullri stærð.

Stofna innk. reikning:

Með því að velja þessa aðgerð stofnar kerfið innkaupareikning og setur skjalið í viðhengi. Innkaupareikningsspjald opnast svo sjálfkrafa til að klára skráningu. Skjal dettur svo út úr lista skannaðra mynda um leið og innkaupareikningur hefur verið stofnaður.

Stofna innk. kreditreikning:

Með því að velja þessa aðgerð stofnar kerfið innkaupakreditreikning og setur skjal í viðhengi. Innkaupakreditreikningsspjald opnast svo sjálfkrafa til að klára skráningu. Skjalið dettur svo út úr lista skannaðra mynda um leið og innkaupakreditreikningur hefur verið stofnaður.

Stofna innk.reikn. án myndar:

Með því að velja þessa aðgerð stofnar kerfið innkaupareikning án þess að setja skjal í viðhengi. Innkaupareikningsspjald opnast svo sjálfkrafa til að klára skráningu.

Stofna innk.kred.reikn án myndar:

Með því að velja þessa aðgerð stofnar kerfið innkaupakreditreikning án þess að setja skjal í viðhengi. Innkaupakreditreikningsspjald opnast svo sjálfkrafa til að klára skráningu.

Eyða mynd:

Með því að velja þessa aðgerð eyðist mynd úr lista skannaðra mynda.