Hoppa yfir í efnið

Vinnuskjal rafrænna reikninga

Vinnuskjalið rafrænna reikninga er hjarta kerfisins þar sem hægt er að sækja, senda, opna og vinna með rafræna reikninga.

alt text

Reitur / Aðgerð Lýsing
Dags. afmörkun Afmarkar vinnuskjalið eftir dagsetningu.
Aðeins með villu Sýnir eingöngu rafræna reikninga sem eru á villu.
Staða Afmarkar vinnuskjalið eftir stöðu, "Lokið" eða "Ólokið".
Afmörkun á innfærslur Sýnir eingöngu rafræna reikninga á innleið.
Afmörkun á útfærslur Sýnir eingöngu rafræna reikninga á útleið.
Skoða Opnar valinn rafrænan reikning. Sjá nánar.
Sækja skjöl f. öll dreifisvæði Sækir öll tiltæk rafræn skjöl frá öllum skeytamiðlurunum.
Senda skjöl f. öll dreifisvæði Sendir alla tiltæka rafræna reikninga út til allra skeytamiðlarana.
Skrá skjal í BC Reynir að stofna sölupantanir eða innkaupareikninga út frá sóttum rafrænum skjölum. Sjá nánar.
Athuga skjöl Athugar öll ólokin rafræn skjöl og leitar að villum í þeim.
Allar villur Opnar villulista rafrænna reikninga. Sjá nánar.
Uppfæra öll skjöl á útleið Uppfærir reikninga á útleið ef forsendur hafa breyst áður en þeir sendast út.
Vefsvæði Flýtileið til að opna vefgátt fyrir dreifisvæðin InExchange, Unimaze og Deloitte.
Niðurhala rafrænt skjal Hleður niður rafrænu skjali sem hægt er að opna í vafra. Flýtileið: Ctrl + Shift + E.