Viðskiptamannaspjald
Það þarf að stilla rafræn skjöl á viðskiptamannaspjaldi til að hægt sé að senda sölureikninga og kreditreikninga rafrænt til viðskiptavina. Þetta er gert í flipanum "Rafræn skjöl" á Viðskiptamannaspjaldi.

| Reitur / Stilling | Lýsing |
|---|---|
| Nota grunnmælieiningu | Ef hakað er við, verður grunnmælieining staðalsins (PCE fyrir EDI, C62 fyrir BII) sett á allar línur reikninga á þennan viðskiptamann. Ef ekki, er notast við vörpunum mælieininga (t.d. KG verður KGM í BII/EDI reikningum). |
| Dreifisvæði | Velja dreifisvæði til að senda rafræn skjöl til viðskiptamannsins. Ef reiturinn er tómur, sendist ekki rafrænn reikningur. |
| Gerð eDoc skjals | Velja staðal sem á að nota til að senda rafræn skjöl til viðskiptamannsins. Getur verið BII, NES eða EDI. |
| X400 pósthólf | Skrá X400 pósthólf viðskiptamanns. Bara notað ef um EDI samskipti er að ræða. |
| GLN-númer | Bara notað ef um EDI samskipti er að ræða, þá er EAN kennitala skráð í þessum reit. |
Aðgerðir
| Aðgerð / Lýsing | Útskýring |
|---|---|
| Mynda rafræna reikninga | Opnar aðgerð til að mynda rafræna reikninga aftur í tímann. Nánar |
| Rafræn reikningaskrá | Opnar vinnuskjali rafræna reikninga með afmörkun á rafræn skjöl viðskiptamanns. Flýtileið: Ctrl + E. Nánar |