Hoppa yfir í efnið

Skilgreiningar gagnaskipta

Með rafrænum reikningum fylgja þrjár skilgreiningar gagnaskipta, ein fyrir hvert af Invoice, CreditNote og Order. Í hverri skilgreiningu er eitthvað sem heitir Línuskilgreiningar og fyrir hverja línuskilgreiningu er eitthvað sem heitir Dálkaskilgreiningar. Hver dálkaskilgreining er nóða úr BII reikning.

alt text

Reitur / Stilling Lýsing
Kóti Kóti skilgreiningar.
Heiti Heiti skilgreiningar.
Tegund Tegund skilgreiningar, Almennur innflutningur er notaður fyrir rafræna reikninga.
Codeunit fyrir meðhönlun gagna Codeunit fyrir meðhöndlun gagna. Fyllist út sjálfkrafa þegar rafrænir reikningar eru settir upp.
Les/skrifar codeunit Codeunit fyrir innlestur og útskrif. Fyllist út sjálfkrafa þegar rafrænir reikningar eru settir upp.

Aðgerðir

Aðgerð / Lýsing Útskýring
Flytja inn/Flytja út Með þessum aðgerðum er hægt að flytja inn skrá fyrir skilgreiningu gagnaskipta eins og að flytja út. Skilgreiningar fyrir rafræna reikninga eru flutt inn sjálfkrafa við uppsetning kerfisins.