Hoppa yfir í efnið

Rafrænn reikningur

Almennt

Reitur / Lýsing Útskýring
Dreifisvæði Kóði dreifisvæðis.
Nr. skjals Númer rafræns reiknings skv. númeraröð.
Tegund skjals Getur verið Reikningur-inn, Reikningur-Út, Kreditreikningur-inn, Kreditreikningur-Út, Pöntun-inn.
Kenni Númer reiknings eða kreditreiknings úr NAV í rafrænun reikning á útleið. Reikningsnúmer lánardrottins í rafrænun reikning á innleið.
Viðskiptav./Lánardr. Kennitala viðskiptavinar í rafrænum reikning á útleið eða pantanir á innleið. Kennitala lánardrottins í rafrænum reikning á innleið.
Nafn viðsk./lánardr. Nafn viðskiptavinar í rafrænum reikning á útleið eða pantanir á innleið. Nafn lánardrottins í rafrænum reikning á innleið.
Nafn birgja Nafn fyrirtækisins, úr stofngögnum, í rafrænum reikning á útleið eða pantanir á innleið. Nafn birgja í rafrænum reikning á innleið.
Aðilar Aðilar í rafrænum reikningum. Sjá nánar.
BC staða Staða rafræns reiknings í BC. Möguleikar eru: Lesið, Ath. með villum, Athugað OK, Flutt í NAV skjal, Sendist, Sendist OK.
Gerð eDoc skjals Gerð skjals. Möguleikarnir eru: BII, NES, EDI.
Villur Sýnir hve margar villur eru á rafrænum reikningi. Sjá nánar.
BC tegund Segir til um hvaða skjal í BC tengist rafrænum reikningi.
NAV skjal Númer NAV skjals tengt rafrænum reikningi t.d. númer innkaupareiknings.
Fjöldi viðhengja Fjöldi viðhengja á rafrænum reikningi.
Bókunardags. Bókunardags reiknings.
Reikningsgerð Kóði reikningsgerðar skv. staðlinum.
Athugasemd Athugasemd á rafrænum reikningi.
Greiðsluskilmálar Greiðsluskilmálar á rafrænum reikningi.
Upphaf tímabils Fyrri afhendingardagsetning fyrir sölupöntun.
Lok tímabils Síðasta afhendingardagsetning fyrir sölupöntun.
Pöntunarnúmer Pöntunarnúmer þegar um sölupöntun er að ræða eða þegar um innkaupareikning er að ræða ef pöntunarnúmer er sent frá birgja.
Bókunarupplýsingar Bókunarupplýsingar á rafrænum reikningi.
Tilvísun í pöntun Fyrir innkaupareikninga á innleið, vísun í pöntunarnúmer birgja.
Tilvísun í tilboð Fyrir innkaupareikninga á innleið, vísun í tilboðsnúmer birgja.
Afh. dags Afhendingardagsetning sölupöntunar ef fyllt út hjá viðskiptavini.
Breytt í/frá BC Dagsetning og tími sem rafrænum reikningi var breytt í NAV skjal eða úr NAV skjali í rafrænan reikning.
Sent/Móttekið Dagsetning og tími sem rafrænn reikningur var sendur eða móttekinn.
Færslubókarnúmer viðskiptamanns Viðskiptamannafærsla á bakvið rafrænan reikning á útleið.
Fjöldi sendingartilrauna Segir til um hve mörg sinnum var reynt að senda rafrænan reikning út áður en það tókst.

Línur

Reitur / Lýsing Útskýring
Vörunúmer seljanda Vörunúmer á reikningnum.
Nafn Nafn á vöru.
Lýsing Lýsing vöru.
Reikningsfært magn Magn vöru í sölumælieiningu.
Einingarverð Einingarverð vöru.
Samtala línu Verð á hverri línu, reiknað út frá reikningsfærðu magni og einingarverði.
Mælieining Mælieining á rafrænum reikningi. Sjá nánar.
Bókunarupplýsingar Bókunarupplýsingar settar á línuna.
Er með verðhækkun Er alltaf nei og notað þegar afsláttur er á línunni.
Afsláttur (sem stuðull) Afsláttur á línunni.
Verðlækkunarupphæð Upphæð afsláttar á línunni.
Afsláttargrunnverð Grunnverð á afslætti.
Varpast á Vörunúmer eða fjárhagsreikningur sem varan varpast á.
Varpast á lýsing Lýsing á vörpuninni.

Samtals

Reitur / Lýsing Útskýring
Samtala lína Samtals upphæð lína.
Samtals upphæð án VSK Samtals upphæð án VSK á reikningi.
Samtals VSK upphæð Samtals VSK upphæð á reikningi.
VSK línur Fjöldi lína með VSK á reikningi. Sjá nánar.
Samtals upphæð með VSK Samtals upphæð með VSK á reikningi.
Samtala afsláttar Samtals afsláttarupphæð á reikningi.
Fyrirfram greitt Upphæð fyrirfram greiðslu á reikningi.
Aurajöfnun Aurajöfnun á reikningi.
Upphæð til greiðslu Upphæð til greiðslu á reikningi.
Gjaldmiðill kóti Gjaldmiðilskóti reiknings. Oftast ISK fyrir rafræna reikninga innanlands.

Athuganir

Reitur / Lýsing Útskýring
Sleppa athugun á móttakanda Ef hakað er í þennan reit, þá sleppir kerfið að athuga hvort móttakandinn er réttur m.v. sendanda rafrænna reikninga.
Sleppa VSK prósentu athugun Ef hakað er í þennan reit, þá sleppir kerfið að athuga hvort VSK prósentur á vörpunum stemma við VSK prósentu á reikningi.
Sleppa afrúnunnarathugun Ef hakað er í þennan reit, þá sleppir kerfið að athuga afrúnun og því stofnast innkaupareikningur óháð því hvort samtals upphæð í línum stemmir við upphæð í haus.
Sleppa athuga á pöntunartilvísun Ef hakað er í þennan reit, þá sleppir kerfið að athuga pöntunartilvísun.

Aðgerðir

Aðgerð / Lýsing Útskýring
Athuga skjal Kerfið athugar hvort það séu villur í reikningnum.
Skrá skjal í BC Reynir að stofna sölupöntun eða innkaupareikning út frá rafrænu skjali. Sjá nánar.
Endurgera Virkar fyrir reikninga á útleið. Endurgerir rafrænan reikninginn ef forsendur breytast.
Senda Senda þennan rafræna reikning út til skeytamiðlara.
Viðhengi Opnar lista yfir viðhengi á rafræna reikningnum.
Birta í vafra Kerfið sækir HTML reikning til að birta í vafra. Flýtileið: Ctrl + Shift + E.
Sýna upprunalegt skjal Kerfið sækir XML skjal fyrir rafræna reikninginn.
Sækja afrit af skjalinu Gildir bara fyrir reikninga á útleið, kerfið sækir XML skjalið fyrir rafræna reikninginn.

Tengt

Aðgerð / Lýsing Útskýring
Varpanir Varpanir fyrir rafrænan reikning. Sjá nánar.