Uppsetning rafrænna reikninga
Áður en kerfið er tekið í notkun þarf að fylla út uppsetningu rafrænna reikninga. Við mælum með að nýta sér nýtt uppsetningarkerfi fyrir rafræna reikninga. Sjá Rafrænir reikningar uppsetning með aðstoð:

| Reitur / Stilling | Lýsing |
|---|---|
| Fjárhagslykill afrúnnunar | Fjárhagslykill sem verður notaður til að bóka auramismun á rafrænum reikningum. |
| eSkjal sjálfgefinn staðall | Sjálfgefinn staðall til að senda rafræna reikninga úr kerfinu. |
| eSkjal sjálfgefin tegund | Sjálfgefin tegund rafrænna reikninga til að senda úr kerfinu. |
| Kennitölureitur lánardrottna | Hvaða reitur í töflu "Lánardrottnar" inniheldur kennitöluna. |
| Kennitölureitur viðskiptamanna | Hvaða reitur í töflu "Viðskiptamenn" inniheldur kennitöluna. |
| Sjálfg. bókunartexti | Sjálfgefinn bókunartexti úr rafrænum reikningum. Nánar |
| BII Staðall | Hvaða staðal á að nota fyrir BII reikninga og kreditreikninga (TS136 eða TS236). |
| Mesta afrúnnunarupphæð | Mesta afrúnunarupphæð milli haus og línu sem kerfið samþykkir á rafrænum reikningi. |
| Leita að villum í vinnubók | Ef hakað er við, leitar kerfið að villum í vinnuskjali þegar það er opnað. |
| Útibú | Bankanúmer bankareiknings fyrirtækisins. |
| Höfuðbók | Höfuðbók bankareiknings fyrirtækisins. |
| Reikningsnúmer | Reikningsnúmer bankareiknings fyrirtækisins. |
| Tengja viðhengi | Ef hakað er við, tengjast viðhengi í rafrænum reikningi við NAV skjal. |
| Úthlutun kostnaðarauka | Stilling á úthlutun kostnaðaraukareikninga ("Jafnt", "Eftir Upphæð", "Eftir þyngd", "Eftir stærð"). |
| Fleiri aukastafir í BII | Ef hakað er við eru 5 aukastafir í BII skjali, annars 2. |
| Nr. röð reikninga | Númeraröð innkaupareikninga ef ekki er notuð röð úr innkaupagrunni. |
| Nr. röð bókaða reikninga | Númeraröð bókaðra innkaupareikninga ef ekki er notuð röð úr innkaupagrunni. |
| Nr. röð kreditreikninga | Númeraröð innkaupakreditreikninga ef ekki er notuð röð úr innkaupagrunni. |
| Nr. röð bókaðra kreditreikninga | Númeraröð bókaðra innkaupakreditreikninga ef ekki er notuð röð úr innkaupagrunni. |
| Nota heimilisf. frá rafr. skjali | Notar heimilisfang úr rafrænu skjali. |
| Nota lýsingu frá möppun | Ef hakað er við, er lýsing fjárhagslína tekin úr möppun á BC reikningum. |
| Bæta við afhendingarstað á kreditreikninga | Ef hakað er við bætist afhendingarstaður við kreditreikninga. |
| Sleppa athugasemd um uppruna við stofnun BC skjals | Ef hakað er við kemur ekki athugasemd um uppruna á BC skjöl. |
| Nota Unimaze Approvals bókunarlýsingar | Virkjar stuðning við Unimaze Approvals bókunarupplýsingar. Nánar |
| Nota ytri víddir | Virkjar innlestur á ytri víddum byggðum á Peppol staðli í BII skeytum. Nánar |
| Stofna lánardrottin | Ef hakað er við stofnast lánardrottinn sjálfkrafa við innlestur óþekkts lánardrottins. |
| Sjálfgefið sniðmát fyrir lánardrottin | Sniðmát sem notað er þegar lánardrottinn er myndaður sjálfkrafa. |
| Senda tölvupósta vegna villna | Ef hakað er við sendir kerfið tölvupósta til villuviðtakanda þegar villa kemur upp. |
| Kenni villunetfangs | Póstfang sem kerfið notar til að senda tölvupósta frá vegna villna. |
| Email fyrir viðtakanda villuskilaboða | Póstfang sem kerfið notar til að senda villuskilaboð til. |
| Tengir við villunetfang | Tegund tengis við tölvupóst sendanda. |
| Sleppa athugun á móttakanda | Ef hakað er við sleppir kerfið að athuga misræmi milli viðtakanda reiknings og kennitölu í stofngögnum. |
| Sleppa VSK athugun í vörpun | Ef hakað er við sleppir kerfið að athuga misræmi milli VSK á rafrænum reikningi og vörpunar. |
| Tíðni endursendinga | Tímabil milli endursendinga ef reikningur lendir á villu. |
| Tengja við LS Central | Gefur til kynna að kerfið sé tengt við LS Retail. |
| X400 pósthólf | X400 pósthólf fyrir EDI sendingar. |
| EDI dreifingaraðili | EDI dreifingaraðili fyrir EDI sendingar. |
| Nota vörustrikam. úr eDocs | Ef hakað er við sendir kerfið strikamerki í stað vörunúmers í rafrænum reikningum (gildir fyrir EDI). |
| Nota pöntunaraðsetur | Ef hakað er við sendir kerfið EAN númer aðsetursins á innkaupapöntun, annars EAN númer lánardrottins. |
Geymsla
| Reitur / Stilling | Lýsing |
|---|---|
| Geymsla viðhengja | Stilling á hvernig viðhengi eru geymd þegar rafræn skjöl koma inn (Geyma öll skjöl eða eyða viðhengjum). |
| Varðveislutími rafrænna skjala | Stilling á varðveislutíma gagna í dögum áður en hreinsunarverk eyðir þeim. |
| Staða hreinsunarverks | Sýnir hvort hreinsunarverk sé rétt sett upp (sést ef Virkja hreinsunarverk er valið). |
| Stillingar hreinsunarverks | Stillingar fyrir hreinsunarverk sem eyðir óþarfa gögnum. |
| Geymsla rafrænna skjala á útleið | Tilgreinir hvort hreinsunarverk eigi að eyða gögnum á bak við send skjöl á útleið. |
| Geymsla rafrænna skjala á innleið | Tilgreinir hvort hreinsunarverk eigi að eyða gögnum á bak við bókuð skjöl á innleið. |
| Varðveislutími rafrænna skjala (í dögum) | Fjöldi daga sem gögn eru geymd áður en hreinsunarverk eyðir þeim. 0 = aldrei eytt. |
Aðgerðir
| Aðgerð / Lýsing | Útskýring |
|---|---|
| Stofna varpanir | Stofnar varpanir fyrir rafræn skjöl. Nánar |
| EAN kenni birgðastöðvar | Opnar lista yfir EAN kenni birgðastöðva. Nánar |
| Varpanir | Opnar lista yfir allar varpanir í kerfinu. Nánar |
| Uppsetning bókunarlýsingar | Opnar lista bókunartextastillinga. Nánar |
| Stillingar á rafrænum reikningum viðskiptavinar | Opnar stillingar á rafrænum reikningum viðskiptavinar. Nánar |
| Stillingar rafrænna skjala lánardrottins | Opnar stillingar á rafrænum reikningum lánardrottins. Nánar |
Stofngögn
Athuga að það þarf að skrá EAN kennitölu fyrir sendingar í stofngögn. Sjá nánari lýsingu hér.