Hoppa yfir í efnið

Lánardrottnaspjald

Frá lánardrottnaspjaldi er hægt að skoða öll rafræn skjöl síuð á númer lánardrottins.

Lánardrottnaspjald

Rafrænir reikningar – Lýsing á reitum

Reitur Lýsing
Nota grunnmælieiningu Ef hakað er við, verður grunnmælieining staðalsins (PCE fyrir EDI, C62 fyrir BII) sett á allar línur pöntunar á þennan lánardrottinn. Ef ekki, er notast við vörpunum mælieininga (t.d. KG verður KGM í BII/EDI reikningum).
Dreifisvæði Dreifisvæði sem á að nota til að senda rafræn skjöl á þennan lánardrottinn. Ef reiturinn er tómur, sendast ekki rafrænar pantanir.
Gerð eDoc skjals Gerð eDoc skjals sem lánardrottinn tekur á móti (staðall).
EAN kenni Nauðsynlegt fyrir EDI sendingar – tilgreina EAN kenni lánardrottins.
X400 Pósthólf Nauðsynlegt fyrir EDI sendingar – tilgreina X400 pósthólf lánardrottins.
Uppsetning bókunartexta Hægt að skilgreina bókunarlýsingu per lánardrottin. Sjá nánar hér.
Athuga pöntunarnúmer Ef hakað er við, athugar kerfið hvort rafrænn reikningur vísar í innkaupapöntun og stofnar þá innkaupareikning út frá henni.
Sameiginleg vörunúmer Ef hakað er við, eru vörunúmer birgja þau sömu og hjá viðskiptavini og varpast sjálfkrafa.

Aðgerðir og tengt

Aðgerð / Tenging Lýsing
Mynda rafræna reikninga Opnar aðgerð til að mynda rafræna reikninga aftur í tímann. Sjá nánar hér.
Rafræn reikningaskrá Opnar vinnuskjal rafræna reikninga (lokið og ólokið) síað á númer lánardrottins. Flýtileið: Ctrl + E. Sjá nánar hér.
Varpanir rafrænna reikninga Opnar allar varpanir síað á númer lánardrottins. Sjá nánar hér.