Hoppa yfir í efni

Leiðrétt VSK skýrsla

Í standard Microsoft Dynamics 365 Business Central var skýrslan ekki rétt reiknuð (VAT Balancing Report með ID: 10941), og því var búin til viðbót.

Möguleiki á að prenta VSK skýrslu í bókhaldi í erlendri mynt hefur líka verið bætt við.

alt text

OpnarLokaðar:

Hægt er að velja allar færslur, opnar eða lokaðar færslur til að keyra skýrsluna.

Tímabil:

Hægt er að velja tímabil til að keyra skýrsluna, tveggja mánaða tímabil eða sérstillt ef fyrirtækið vill keyra skýrslu á öðrum tímabilum t.d. vegna árlegra skila. Þá þarf að fylla inn í Frá og Til dagsetningar.

Ár:

Sjálfgefið er fyllt út nýverandi reikningsár.

Frá:

Sjáfgefið er fyllt út með byrjunardagsetningu á tímabilinu sem var valið. Hægt er að velja dagsetningu ef sérstillt tímabil hefur verið valið.

Til:

Sjáfgefið er fyllt út með lokadagsetningu á tímabilinu sem var valið. Hægt er að velja dagsetningu ef sérstillt tímabil hefur verið valið.

Prenta í öðrum skýrslugjaldmiðli:

Ef hakað er í þennan reit þá mun skýrslan prentast í íslenskum krónum, þetta skal nota þegar bókhaldið er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum.

Sjá nánari lýsing á útprentuninni hér