Hoppa yfir í efni

Sérstakt útlit skýrslu

Í Business Central eru built-in skýrslur annað hvort með RDLC eða Word útliti. Það er ekki hægt að breyta built-in skýrslum en það er hægt að búa til eigið útlit á skýrslunum. Hægt er að búa til sérstakt útlit skýrslu t.d. fyrir sölureikningi og þannig aðlaga standard skýrslur að fyrirtækinu. Það er líka hægt að nota sérstakt útlit skýrslu til að senda á tiltekna viðskiptavini, til að prenta eða senda í tölvupósti. Til að búa til sérstakt útlit skýrslu þarf að afrita built-in skýrslu, annað hvort RDLC eða Word útlit. Hér verður fjallað um sérstakt útlit skýrslu fyrir söluskjölin.

  1. Opna Skýrsluval - Sala. alt text Í skýrsluval - Sala er hægt að stilla sjálfgefina skýrslu per tegund en hér er tekið Reikningur sem dæmi.
  2. Opna Sérsniðin skýrsluútlit. alt text
  3. Finna skýrslunúmerið sem um ræðir, t.d. 1306. Ef það er ekki í listanum þá velja Nýtt.
  4. Velja Útlit - Flytja út útlit og þá sækist word útlitið og vistast í tölvuna.
  5. Opna Word útlitið og byrja að breyta. alt text
  6. Til að geta breytt Word útlitinu þarf að nota Developer í Word. Það gæti þurft að bæta því við í valmyndinni með því að velja File - Options - Customize ribbon og haka í Developer. alt text
  7. Nánar verður fjallað um breytingar á Word útliti í öðrum kafla. Sjá nánari lýsingu hér.
  8. Þegar Word útlitið er eins og það á að vera er kominn tími til að flytja inn útlitið aftur. Velja Útlit - Flytja inn útlit.
  9. Velja Keyra skýrslu til að sjá hvort útlitið er eins og það á að vera.
  10. Velja Uppfæra útlit.
  11. Nú á að vera hægt að prenta nýja skýrslu úr bókuðum sölureikningum.