Hoppa yfir í efni

Farmbréf - skýringar

Það má finna öll stofnuð farmbréf á síðunni "Farmbréf". Þar er hægt að senda farmbréf, prenta límmiða, athuga stöðu sendinga og senda leiðréttingu á farmbréfi.

Ef það þarf að hætta við sendingu, þá þarf að hafa samband beint við flutningsþjónustuna.

Aðgerðir

alt text

Senda

Sendir farmbréf til flutningsaðila. Fáum sendingarnúmer til baka og staða farmbréfsins breytist í Sent.

Senda leiðréttingu

Flytjandi býður uppá að það sé hægt að senda leiðréttingu á farmbréfi eftir að það hefur verið sent. Einungis þarf að leiðrétta þær upplýsingar sem þarf, og ýta á "Senda leiðréttingu".

ATH - Landflutningar styður ekki þessa aðgerð. Ef breyta þarf farmbréfi skal hafa samband beint við Landflutninga.

Villuathugun

Athugar hvort farmbréfið sé tilbúið til sendingar miðað við upplýsingakröfur flutningsaðila.

Prenta

Prentar út límmiða með nafni, heimilsfangi og strikamerki fyrir farmbréfið. Prentar jafn mörg eintök og pakkningar skráðar á farmbréfinu.

Athuga stöðu

Athugar stöðu sendingar.

Hjá Flytjanda þá sendir BC fyrirspurn til flutningsaðila um stöðu sendingar og það birtist skilaboð frá flutningsaðilanum í skilaboðaglugga.

Fyrir Landflutningar opnar þessi aðgerð rakningarsíðu Landflutninga með opna stöðu á viðeigandi sendingu.

Almennt

alt text

Nr.

Númer farmbréfs.

Staða

Staða farmbréfs. Þegar farmbréf hefur verið stofnað hjá flutningsaðila fær það stöðuna Sent.

Birgðageymsla

Birgðageymslan sem sér um sendinguna.

Sendingarnúmer

Númer sem flutningsaðili skilar gefur okkur þegar farmbréf hefur verið stofnað hjá honum.

Flytjandi skilar inn sendinganúmeri í gegnum vefþjónustuna.

Landflutningar úthlutar sínum viðskiptavinum númeraseríu sem á að nota sem sendingarnúmer.

Sent

Hvenær farmbréf var sent til flutningsaðila

Fjöldi pakkninga

Fjöldi pakkninga/kassa sem á að senda sem part af sendingunni.

Þyngd

Heildarþyngd sendingarinnar

Miðlari

Kóti flutningsaðila sem sér um að miðla þessari sendingu

Miðlarategund

Flutningsaðilinn sem senda á farmbréfið til.

Miðlaraþjónusta

Flutningsþjónusta miðlara sem þetta farmbréf notast við.

Sniðmát

Sniðmátið sem þetta farmbréf er stofnað útfrá.

Tegund afhendingar

Segir til hvort sending sé Sala, Millifærsla eða Skil.

Nr. afhendingar

Númer söluafhendingar, millifærsluafhendingar eða skilaafhendingar.

Afhendingarnr. vöruhúss

Númer afhendingar vöruhúss.

Viðtakandi

alt text

Nr.

Númer viðskiptamanns, ef um söluafhendingu er að ræða, eða lánardrottins ef um skilaafhendingu er að ræða.

Nafn

Nafn viðskiptamanns, ef um söluafhendingu er að ræða, eða lánardrottins ef um skilaafhendingu er að ræða, eða okkar, ef um millifærslu er að ræða.

Kennitala

Kennitala viðskiptamanns, ef um söluafhendingu er að ræða, eða lánardrottins ef um skilaafhendingu er að ræða, eða okkar, ef um millifærslu er að ræða.

Kóti heimilsfangs

Ef um annað heimilsfang er að ræða en sjálfgefið heimilsfang viðskiptamanns, lánardrottins eða okkar, þá er þetta kóti aðseturs eða birgðageymslu.

Heimilsfang

Heimilsfang sem á að senda til.

Póstnúmer

Póstnúmer heimilsfangs sem á að senda til.

Borg/Bær

Borg/Bær heimilsfangs sem á að senda til.

Land

Land heimilsfangs sem á að senda til. Styðujum aðeins Ísland.

Tölvupóstur

Tölvupóstur þess sem á að senda á.

Tengiliður

Tengiliður þess fyrirtækis/aðila sem á að fá sendinguna.

Pósturinn

alt text

Þessi hópur reita á spjaldinu sést aðeins ef Miðlarategund farmbréfsins er Pósturinn. Þessum stillingum er hægt að breyta alveg þar til farmbréfið er sent. Stillingin sem fylgir viðskiptamanni (sniðmátið sem er valið á viðskiptamannaspjaldi) fylgir á farmbréfið.

Kenni afhendingarþjónustu

Sjá Afhendingarþjónusta póstsins

Hraðsending

Segir til hvort að um hraðsendingu sé að ræða.

Brothætt

Segir til um hvort sending sé brothætt.

Viðtakandi borgar sendingu

Segir til um hvort viðtakandi eigi að borga sendingu.

Lýsing

Lýsing sendingar. Má vera tómt.

Flytjandi

alt text

Þessi hópur reita á spjaldinu sést aðeins ef Miðlarategund farmbréfsins er Flytjandi.

Þessum stillingum er hægt að breyta alveg þar til farmbréfið er sent. Stillingin sem fylgir viðskiptamanni (sniðmátið sem er valið á viðskiptamannaspjaldi) fylgir á farmbréfið.

Borgar móttöku.

Hver borgar móttöku.

Borgar akstur.

Hver borgar akstur.

Borgar sendingu.

Hver borgar sendingu.

Tegund afhendingar

Hvernig er sendingin afhent?

Delivered to Flytjandi = sending er komið til Flytjanda.

Tómt = Flytjandi sækir sendingu.

Tegund móttöku

Hvernig er sendingin móttekin?

Collected at Flytjandi = móttakandi þarf að sækja sendingu til Flytjanda.

Tómt = Flytjandi fer með sendingu alla leið til móttakanda.

Geymsluskilyrði

Geymsluskilyrði sendingar. Flytjandi styður nokkur mismunandi geymsluskilyrði.

Sjálfgefin magneining

Segir til um hvaða magneining er notuð á farmbréfi.

Landflutningar

alt text

Brothætt

Segir til um hvort sending sé brothætt.

Viðtakandi borgar sendingu

Segir til um hvort viðtakandi eigi að borga sendingu. Annars borgar sendandi.

Er IMO skráð

Segir til hvort að IMO gildi sé skráð.

IMO Gildi

Hér er IMO gildi skráð.

Vörutegund

Landflutningar styðja nokkuð mismunandi vörutegundir. Viðeigandi vörutegund er valin hér.

Línur

alt text

Vörunr.

Númer vöru sem verið er að senda.

Magn til afhendingar

Magn vöru til að senda í þessari sendingu.

Mælieining

Mælieining vöru í þessari sendingu

Magn (Grunn)

Grunnmagn til afhendingar. T.d. ef Magn til afhendingar er 5 og mælieining er KASSI þá gæti grunnmagn verið 500 ef það eru 100 stykki í Kassa.

Nettóþyngd

Nettóþyngd vara í þessari línu.

Brúttóþyngd

Brúttóþyngd vara í þessari línu.