Hoppa yfir í efni

Setja upp Farmbréfakerfi

Þegar Farmbréfakerfi er fyrst sett inn er þægilegt að vinna í Farmbréfahlutverkasetrinu sem fylgir kerfinu.

Það er gert með því að fara í tannhjólið uppi hægra megin og velja "Mínar stillingar". Svo undir reitnum Hlutverk, velja Farmbréfahlutverk.

alt text

alt text

  • Fyrsta skref í uppsetningu er að opna "Stillingar Farmbréfa" og fara eftir leiðbeiningum hér. Í "stillingar farmbréfa" er hægt að haka við "Prófunarstilling" og í prófunum er góð hugmynd að notast við hana til að byrja með. Þegar prófunum er lokið og kerfið tilbúið til að notast við prófunarvefþjónustur flugningsaðila, skal taka hakið af.

alt text

  • Þegar verið er að prófa kerfið er ekki er mælt með að gera meira við bókun afhendingar en að búa farmbréf til að byrja með. SaaS uppsetningar bjóða ekki upp á að prenta límmiða sjálfkrafa vegna tæknilegs eðlis.

  • Næsta skref er að setja upp afhendingarþjónustur Póstsins ef nota á þjónustu póstsins. Fyrst þarf að setja upp tenginguna við Póstinn (gert í fyrsta skrefi, í Stillingar Farmbréfa). Næst skal opna "Afhendingarþjónustur Póstsins" og velja aðgerðina "Sækja". Sjá nánar hér.

  • Því næst skal opna "Sniðmát" og setja upp amk eitt sniðmát fyrir hvern flutningsaðila sem á að nota. Ekki er nauðsynlegt að fylla í alla reiti á sniðmáti. Sjá nánar hér.

  • Þegar sniðmátin eru komin skal fara í "Flutningsaðilar" og velja Miðlarategund á þeim flutningsaðilum sem Farmbréfakerfið á að mynda farmbréf fyrir. Næst skal opna flutningsþjónustur þeirra flutningsaðila og sjá til að allavega ein flutningsþjónusta sé tengd við flutningsaðilan. Á flutningsþjónustunni er valið sniðmát sem tengist þeirri þjónustu. Sjá nánar hér.

  • Að lokum þarf að stilla viðskiptamenn með "futningsaðilakóta"og "flutningsþjónustukóða" til þess að sölupantanir á þessara aðila fá sjálfkrafa á sig réttan flutningsaðila og flutningsþjónustu. Þegar afhending er bókuð er flutningsaðilinn og þjónustan af sölupöntuninni notuð til að finna út hvort stofna eigi farmbréf eða ekki. Ef sölupöntun er með flutningsaðila sem er með miðlarategund á sér, þá myndast sjálfkrafa farmbréf. Til þess að stilla viðskiptamenn er hægt að opna "Stillingar viðskiptamanna" og setja Flutningsaðilakóta og flutningsþjónustukóta á þá viðskiptamenn sem það á við. Einnig er hægt að opna Sendist-til heimilisföng þessara viðskiptamanna og setja aðrar stillingar þar.

Þegar þessari uppsetningu er lokið er hægt að bóka afhendingar til að stofna farmbréf. Einnig er hægt að opna gamlar afhendingar og velja aðgerðina "Stofna farmbréf" af þeim handvirkt.