Hoppa yfir í efni

Inngangur

Farmbréfakerfið frá Rue de Net býður notendum uppá að stofna farmbréf í gegnum vefþjónustur flutningsaðila beint úr Business Central. Upplýsingar af farmbréfi, nafn, heimilsfang og strikamerki, geta svo verið prentuð út í límmiðaprentara og fest á sendingar. Rakningarnúmer flutningsaðila er geymt í kerfinu og hengt við bókaða söluafhendingu og bókaðan sölureikning í Business Central svo það er hægt að sækja stöðu sendingar hvenær sem er frá flutningsaðilanum. Öll stofnuð farmbréf eru geymd í kerfinu fyrir auðveldan aðgang að sögu sendinga og endurprentun límmiða ef þurfa þykir.

Studdir flutningsaðilar eru:

• Pósturinn

• Landflutningar

• Flytjandi

Farmbréfakerfið nýtir sér innbyggða sendingarmátavirkni Business Central. Sé sendingarmátinn sem er valinn á sölupöntun tengdur við flutningsaðila í kerfinu þá stofnast sjálfkrafa farmbréf fyrir þá afhendingu. Einnig er hægt að stofna farmbréf eftir að afhending hefur verið bókuð.

Athuga skal hvort setja eigi inn kerfi sem reiða sig á Farmbréfakerfið, t.d. til að fylla sjálfkrafa í fjölda pakkninga á vöruhúsaafhendingu. Sú virkni fylgir ekki stöðluðu farmbréfakerfi.

Límmiðaprentun fer fram í gegnum Zebra límmiðaprentara.Farmbréfakerfi Rue de Net býður notendum upp á að stofna farmbréf hjá sínum flutningsaðila og prenta út límmiða.

Helsta virkni

Ef viðskiptamenn eru rétt stilltir, þá myndast sjálfkrafa farmbréf fyrir sendingar með Landflutningum, Flytjanda og Póstinum þegar söluafhending er bókuð. Eins er hægt að útbúa handvirkt farmbréf eftir að söluafhending er bókuð, ef viðskiptamenn / sölupöntun hefur ekki verið skráð með flutningsaðila.

Útbýr límmiða fyrir innanhús sendingar.

Helstu ágóðar

Fljótlegra ferli með nákvæmari skráningu farmbréfa. Auðveldar afhendingarferli sendinga sem fara út á land.