Hoppa yfir í efni

PrintNode Integration - Uppsetning

PrintNode er þjónusta sem gerir prentara á hvaða tölvu sem er aðgengilega í gegnum vefþjónustu. Líkt og Universal Print frá Microsoft gerir hún skýjaprentun mögulega. Ákveðið var að skrifa á móti henni fyrst fyrir Farmbréfakerfi Rue de Net eftir að það kom í ljós að Universal Print studdi ekki prentun í gegnum handtölvur, sem þótti lykilnotkunartilfelli á kerfinu.

1 Uppsetning á PrintNode

  1. Fara þarf á heimasíðu PrintNode, og stofna aðgang sem verður notaður til að tengja prentara við BC. PrintNode býður upp á 30 daga prufureynslu frítt, en eftir það þarf að huga að því hvaða áskriftarleið hentar best (sjá hér).

PrintNode SignUp

  1. Undir Downloads er að finna PrintNode Clients. Hlaða þarf niður einum slíkum (og athuga að velja skrá fyrir rétt stýrikerfi) á þær tölvur sem hafa aðgang að prenturunum sem á að vera hægt að nota.

PrintNode Downloads

  1. Smellt er á skrána sem hleðst niður við að ýta á Download og skrefum á skjánum fylgt til að klára uppsetninguna.

PrintNode Exe

Eftir að PrintNode er sett upp á tölvu þarf að keyra PrintNode upp og skrá sig inn í aðganginn sem var búinn til í skrefi númer 1.

  1. Til að ganga úr skugga um að tengingu sé náð á milli PrintNode Client á tölvunni og aðgangsins er hægt að prófa að prenta prufuskjal í gegnum "Print Something":

PrintNode PrintSomething

  1. Áður en við getum tengt nýja PrintNode aðganginn við BC þarf að úthluta honum API lykli sem verður notaður til þess. Það er gert á PrintNode síðunni eftir innskráningu. Í hausnum er að finna "API Keys" slóð sem smellt er á.

PrintNode API Keys

Síðan er nýr API lykill búinn til.

PrintNode Create API key

2 Uppsetning í BC

Formáli

Forsendur: PrintNode Integration viðbótin frá Rue de Net þarf að vera uppsett.

PrintNode Integration viðbótin var útfærð með það að markmiði að hægt væri að tengja prentara aðgangsins bæði við Standard prentun í BC og í gegnum sérskrif úr öðrum viðbótum án þess að þörf væri fyrir aðrar viðbætur að vera háðar PrintNode Integration.

Hún getur prentað utanaðkomandi PDF skjöl og skjöl búin til innan BC, en hún gerir ekki greinarmun á milli. Helsta forsendan fyrir því að ekki þurfi að hengja aðrar viðbætur á hana og að hægt er að prenta utanaðkomandi skjöl (t.d. farmbréf frá Flytjanda) er að inntakið er PDF skjal en ekki skýrslunúmer.

Viðbótin býður vörum eða sérksrifum, þar með talið Farmbréfakerfinu, upp á að velja prentara í gegnum PrintNode Scenario (ísl. PrintNode aðstæður).

Uppsetning

  1. Opna RdN PrintNode Integration Uppsetning síðuna.

PrintNode Integration Uppsetning

  1. Smella á plúsinn til að stofna fyrstu og einu uppsetningarfærsluna:

PrintNode New Setup Entry

  1. Skrolla neðst niður á síðunni og undir "API" setja inn API lykilinn sem var búinn til á PrintNode síðunni í samsvarandi reit.

PrintNode API field

  1. Gott er að smella á "Prófa tengingu" til að ganga úr skugga um að tengingin sé rétt sett upp:

PrintNode Test Connection

  1. Til að færa prentara sem er að finna í PrintNode aðgangnum yfir í BC þarf að smella á "Endurhlaða lista" undir "Tiltækir prentarar":

PrintNode Refresh Printers

  1. Nú á bara eftir að ákveða hvernig á að beita prenturunum. Ef setja á upp farmbréfakerfi væri hér góður tími til að fara í "Stillingar farmbréfa" síðuna:

PrintNode Waybill Setup

Og velja prentunaraðferð PrintNode:

PrintNode Printing Method

Farmbréfakerfið setur við það Waybills færslu sjálfkrafa í PrintNode aðstæður á PrintNode Integration Uppsetning síðunni sem kerfið notar til að velja límmiðaprentara. Það þarf þá bara að smella á Prentarakenni í færslunni og velja viðeigandi límmiðaprentara í listanum.

PrintNode Choose Printer

Eftir það á Farmbréfaprentun að vera tilbúin til prófunar.

  1. Nú er PrintNode tilbúið til notkunar. Hægt er að nota PrintNode aðstæðurnar (í raun prentaraval) af ótakmörkuðum fjölda sérskrifa eftir því hvar þörfin liggur.

PrintNode Scenarios

3 Viðauki

Valkvætt: Samþætting við venjulega (e. Standard) BC prentun

Ef vilji er fyrir hendi að nota PrintNode aðganginn og prentarana undir honum í öðrum tilgangi en úr Farmbréfakerfinu eða öðrum vörum og sérskrifum er hægt að haka við reitinn "Samþætta við venjulega prentun".

PrintNode Standard Integrate

Þetta gerir prentara í "Tiltækir prentarar" töflunni tiltæka í standard BC prentun. Þá er hægt að prenta með PrintNode prenturum beint úr BC þjóninum og jafnvel stilla skýrsluprentanir með tilliti þeirra í gegnum "Prentaraval" síðuna í BC.

Dæmi

PrintNode prentarar í sjálfvirku Prentaravali:

PrintNode Printer Selection

PrintNode prentarar í prentun beint úr BC: PrintNode Client Printing