Hoppa yfir í efni

Tollafgreiða sýnishorn

Hér verður lýst ferlinu við að tollafgreiða sýnishorn.

1. Innkaupapöntun búin til af erlendum lánardrottni:

Ef vara á innkaupapöntuninni er án verðmætis frá birgja þá er hægt að fylla inn í reitnum Tollverðmæti línu með verðmæti til tolls.

alt text

2. Búa til nýja tollskýrslu með aðstoð:

Sjá nánari lýsingu hér

Tollskýrslan fyllist sjálfkrafa með alls konar upplýsingum út frá sniðmáti og innkaupapöntunum.

Tollverðmæti vöru færist í reitnum Vöruverð í tollskýrslulínu.

alt text

3. Klára tollskýrslu:

Hægt er að nota villuathugun á tollskýrslu til að sjá strax hvað vantar í hana. Sjá nánari lýsingu hér

Þegar tollskýrslan er orðin villulaus er hægt að prenta prófunarskýrslu til að sjá hvernig hún kemur út. Sjá nánari lýsingu hér

4. Senda tollskýrslu til tolls:

Ef engar villur eru á tollskýrslu þá sendist hún til vefþjónustu Deloitte og þaðan til tolls. Sjá nánari lýsingu hér

5. Sækja tollsvör:

Hægt er að setja upp innlestur á tollsvörum sjálfkrafa með verkraðarafærslu. Sjá nánari lýsingu hér

Þegar tollsvarið hefur verið sótt vinnur kerfið úr því. Sjá nánari lýsingu hér

Ef aðflutningsgjöld og tollar leggjast á sýnishornum, verður þeim úthlutað á öðrum tollskýrslulínum sem eru með verðmæti. Ef eingöngu sýnishorn eru í tollskýrslu verður innkaupapöntun á tollstjóra stofnuð og fjárhagsreikning notuð fyrir aðflutningsgjöld. Sjá nánári lýsingu í kafla Úrvinnsla tollsvara í stillingum tollakerfis hér

6. Bóka innkaupamóttöku vöru:

Það verður að bóka innkaupamóttöku vöru áður en unnið er úr tollsvarinu þar sem innkaupareikningslínur vegna aðflutningsgjalda tengjast innkaupamöttöku.

7. Bóka innkaupareikning vegna aðflutningsgjalda:

Innkaupareikningur vegna aðflutningsgjalda er ýmist stofnaður sjálfkrafa (athuga stillingar tollakerfis) eða nota aðgerðina Búa til innkaupareikning út frá CUSTAR. Sjá nánari lýsingu hér

Innkaupareikningslínur endurspegla gjaldalínur í tollsvarinu CUSTAR. Sjá nánari lýsingu hér

8. Kostnaðarverð vöru myndast út frá innkaupsverði og aðflutningsgjöldum:

Sjá nánari lýsingu hér

9. Bóka tollskýrslu:

Þegar ferlinu er lokið, tollskýrslan er með stöðu skuldfærð, allar tengdar innkaupapantanir og reikningar hefur verið bókað er óhætt að bóka tollskýrslu. Bókunin er í raun að setja tollskýrslu í geymslu. Sjá nánari lýsingu hér