Hoppa yfir í efni

Verkraðarfærsla til að sækja gengi sjálfvirkt

Aðgerðin til að sækja gengi gjaldmiðla frá banka sjálfvirkt getur verið sett í verkraða. Það sem skiptir mestu máli er að skrá réttu gildi í færibreytustrengnum til að sækja rétt gengi frá réttum aðila, Seðlabanki eða Banki.

Sækja gengi frá Seðlabanka Íslands

  1. Opna Verkraðarfærslur.
  2. Stofna nýja og velja Codeunit 10041503 fyrir útgáfu sótta með appsource og 10039503 fyrir útgáfu onpremises.
  3. Bæta við Seðlabanki;Mið í færibreytustrengnum. Seðlabanki Íslands býður bara upp á innlestur á miðgengi.
  4. Velja dagana sem á að lesa inn, upphafstími, mínútufjöldi milli keyrslna og byrjunardags fyrir keyrsluna. alt text
  5. Setja verkraðarfærslan á Tilbúið og fylgjast með innlestri.
  6. Gengi á svo að skila sér í Gjaldmiðlum, reiturinn Dagsetning gengis og Gengi. alt text

Sækja sölugengi frá viðskiptabanka

  1. Opna Verkraðarfærslur.
  2. Stofna nýja og velja Codeunit 10041503 fyrir útgáfu sótta með appsource og 10039503 fyrir útgáfu onpremises. alt text
  3. Bæta við Banki;Sala;%1 í færibreytustrengnum til að sækja sölugengi en %1 er kóti bankareiknings úr lista bankareikninga sem kerfið á að sækja gengi frá eins og í myndinni að neðan. Ef %1 er skilið eftir tómt, þá sækir kerfið sölugengi frá fyrsta banka á listanum.
  4. Velja dagana sem á að lesa inn, upphafstími, mínútufjöldi milli keyrslna og byrjunardags fyrir keyrsluna. alt text
  5. Setja verkraðarfærslan á Tilbúið og fylgjast með innlestri.
  6. Gengi á svo að skila sér í Gjaldmiðlum, reiturinn Dagsetning gengis og Gengi. alt text

Sækja kaupgengi frá viðskiptabanka

  1. Opna Verkraðarfærslur.
  2. Stofna nýja og velja Codeunit 10041503 fyrir útgáfu sótta með appsource og 10039503 fyrir útgáfu onpremises. alt text
  3. Bæta við Banki;Kaup;%1 í færibreytustrengnum til að sækja sölugengi en %1 er kóti bankareiknings úr lista bankareikninga sem kerfið á að sækja gengi frá eins og í myndinni að neðan. Ef %1 er skilið eftir tómt, þá sækir kerfið sölugengi frá fyrsta banka á listanum.
  4. Velja dagana sem á að lesa inn, upphafstími, mínútufjöldi milli keyrslna og byrjunardags fyrir keyrsluna. alt text
  5. Setja verkraðarfærslan á Tilbúið og fylgjast með innlestri.
  6. Gengi á svo að skila sér í Gjaldmiðlum, reiturinn Dagsetning gengis og Gengi. alt text