Hoppa yfir í efni

Erlendar greiðslur

Farið verður yfir hvernig er hægt að framkvæma erlendar greiðslur í banka úr Bankakerfinu

Aðgerðir

1. Stillingar á lánardrottnum:

Áður en erlend greiðsla er framkvæmd er mikilvægt að allar stillingar á lánardrottnum séu réttar. Það þarf að passa að eftirfarandi reitir á lánardrottnaspjaldinu séu fylltir út með réttum gildum: nafni, heimilisfangi, borg, landi, gjaldmiðilskóta.

alt text

Einnig þarf að passa að upplýsingar um bankareikning lánardrottins séu réttar. Hér þarf að fylla út í eftirfarandi reiti: nafn, borg, land, SWIFT og IBAN. Ef þessar upplýsingar eru ekki til staðar mun notandi fá upp villu þegar reynt er að framkvæma erlenda greiðslu.

Ef tölvupóstur er fylltur út og hak er sett í Stillingar - Útgreiðslur um að senda tölvupóst, þá mun banki senda greiðslukvittun til lánardrottins.

alt text

2. Framkvæma erlenda greiðslu:

Hafa þarf í huga að aðeins er hægt að senda erlendar greiðslur til banka á ákveðnum tíma sólarhringsins. T.d ef greitt er af ISK reikning þá er bara hægt að greiða milli 9:15-16:00 hjá flestum bönkum.

2.1. Greiðslutillögur til lánardrottna:

Erlendar greiðslur í Dynamics 365 Business Central fara fram á sama máta og aðrar greiðslur. Fyrst er byrjað á því að framkvæma greiðslutillögur til lánardrottna í útgreiðslubókinni. Hér viljum við afmarka okkur á ákveðin/ákveðna lánardrottna sem á að framkvæma erlenda greiðslu fyrir eða á gjaldmiðilskóta greiðslunar. Athugið að ekki má blanda saman erlendum og íslenskum greiðslum.

alt text

2.2. Senda bunka í banka:

Þegar búið er að framkvæma greiðslutillögur og búið er að yfirfara að allar upplýsingar séu réttar þá eru greiðslur sendar í banka. Þegar greiðslur eru sendar til banka þá fá þær stöðuna "Send í banka".

alt text

2.3. Athuga stöðu bunka:

alt text

Aðgerðin "Athuga stöðu bunka" sér um að athuga hvort greiðslur hafi verið staðfestar af banka. Ef mikið álag er á kerfinu þá getur tekið smá stund fyrir greiðslur að verða staðfestar.

Þegar búið er að staðfesta að greiðslur séu villulausar og hafi skilað sér til banka, breytist staðan á greiðslum í "Staðfest frá banka".

2.4 Kostnaður erlendra greiðslna

Ef hakað er í "Greiða kostnað erlendra greiðslna" og "Sækja kostnað erlendra greiðslna" í "Stillingar - Útgreiðslur" verða til tvær kostnaðarlínur fyrir hverja greiðslu til að bóka, hægt er að stilla kostnaðarlykil og bankareikining í "Stillingar - Útgreiðslur".

3. Bóka útgreiðslubók:

Þegar allar greiðslur hafa verið staðfestar frá banka er hægt að bóka útgreiðslubók.