Vefvara
Almennt
Nr:
Vísar í númer vöru á birgðaspjaldi (speglast yfir í SKU í NopCommerce).
Lokaður:
Ef er hakað í þennan reit, þá er vöruspjaldið lokað og þá speglast varan ekki yfir á vefinn.
Kóti framleiðanda:
Er svipað og Númer lánardrottins á birgðaspjaldinu.
Lýsingar
Lýsing:
Lýsing vöru frá birgðaspjaldinu.
Vefheiti:
Heiti vöru á vefnum (speglast yfir í Product Name í NopCommerce).
Veffyrirsögn:
Veffyrirsögn vöru.
Tögg:
Notað til að hópa saman vörur (speglast yfir í Product Tags í NopCommerce, sem er hægt að leita eftir á vefnum).
Veflýsing:
Aðal veflýsing vöru, opnast sem sérgluggi (speglast yfir í Product Full Description í NopCommerce), þar er hægt að nota einfalt html, eins og t.d. <br> fyrir nýja línu og <b></b> fyrir feitletrun.
Stutt veflýsing:
Stutt veflýsing vöru, opnast sem sérgluggi (speglast yfir í Product Short Description í NopCommerce) og er einnig hægt að nota einfalt html til að laga til.
Staða:
Sýnir stöðu vefvörunnar, þ.e. hvort búið sé að bæta við vefbirtingu, hvort vörulokkar séu skráðir á vefinn o.s.frv. Þessi staða er til upplýsinga og stoppar vöru ekki frá því að speglast út á vefinn. Ef allar upplýsingar eru útfylltar þá er staðan "OK!".
Vöruflokkun
Nr. vefflokks:
Það þarf aðeins að fylla út ef valið er að nota ekki vöruflokkatréð úr Business Central. Þá er byrjað að stofna sérstakt vefflokkatré undir "Vefflokkar" og svo er hægt að velja viðeigandi vefflokk úr fellilista. Sjá nánari lýsingu hér
Kóti yfirflokks vöru:
Er sótt úr birgðaspjaldi (speglast yfir sem undirflokkur í Category í NopCommerce).
Foreldra kóði:
Er sótt úr birgðaspjaldi.
Eiginleikar
Eiginleikatenging við vöru:
Hægt er að tengja vöruna við aðra vöru þar sem búið er að velja eiginleika, þá fær nýja varan sömu eiginleitegund á sig.
Heiti vörutegundar:
Valin er vörutegund úr fellilista. Hver vörutegund heldur utan um vörueiginleika sem eiga við vöruna (t.d. litur, stærð o.fl). Þessi tegund er notuð til að einfalda skráningu og passa uppá að allar upplýsingar sem eiga að koma fram komi fram. Ef það vantar að fylla inn gildi fyrir eiginleika sem tilheyrir vörutegund kemur melding um það í stöðu (speglast yfir í Specification attributes í NopCommerce).
Gildi eiginleika:
Sýnir fjölda eiginleika sem fylgja valdri vörutegund. Til að gefa þeim gildi þarf að fara í Færsluleit og velja Gildi eiginleika. Sjá nánari lýsingu hér
Framsetning
Forsíða:
Ef hakað er í þennan reit þá birtist vefvaran á forsíðunni í vefversluninni.
Sniðmát vöru:
Hægt að velja sniðmát vöru.
Röðun:
Með þessum reit er hægt að stjórna forgangi ef vara á að birtast ofar / neðar en aðrar vöru (innbyggt í NopCommernce). Í boði eru: venjuleg, ofarleg, efst.
Vefvöruafbrigði:
Tegund vefvöruafbrigða:
Annað hvort er hægt að hafa afbrigðin sem aðrar vörur eða sem sérstök afbrigði.
Afbrigði vöru á vef:
Teljari sem sýnir hversu mörg afbrigði eru á vörunni. Til að bæta við nýjum afbrigðum er hægt að velja Færsluleit - Afbrigði vöru. Sjá nánari lýsingu hér
Víddir
Þyngd:
Þyngd vöru.
Lengd:
Lengd vöru.
Breidd:
Breidd vöru.
Hæð:
Hæð vöru.
Birgðir
Sýna birgðastöðu á vef:
Ef hakað er í þennan reit, mun birgðastaða vöru birtast á vefnum.
Leyfa sölu án birgðastöðu:
Ef hakað er í þennan reit, má selja vöru án tillits til birgðastöðu.
Hámark birgðastöðu sýnt á vef:
Hámarkstala fyrir birgðastöðu á vefnum. Þannig að ef það eru t.d. 2.000 stk. til en í þessum reit er stillt 50 þá mundi birgðastaðan í vefverslun segja 50 þangað til að raunbirgðir eru komnar undir 50.
Nota fjölda í pakkningu:
Hak sem segir til um hvort nota eigi fjölda í pakkningu þegar vara er seld á vefnum.
Lokað fyrir innkaup:
Ef hakað er í þennan reit þá þarf að hafa samband til að kaupa vöru. Ekkert verð er skáð á vöru.
Verð
Sérpöntun:
Ef hakað er í þennan reit þýðir það að varan er ekki til en mun vera sérpöntuð.
Listaverð:
Sýnir listaverð frá birgðaspjaldi.
Ein.verð:
Sýnir ein.verð frá birðgaspjaldi.
Upplýsingakassar
Birt á:
Þeir vefir sem varan er birt á.
Vefvöruafbrigði vöru:
Listi af öllum afbrigðum vöru.
Viðhengi:
Listi af viðhengjum vöru
Tengt - Vara
Birgðaspjald:
Opnar birgðaspjaldið fyrir vefvöru.
Millivísanir:
Opnar lista yfir vörur sem væri sniðugt að kaupa með. Til dæmis ef verið er að skrá lampa þá gæti þetta vísað í ljósaperur sem passa í lampann.
Staðgenglar:
Opnar lista yfir svipaðar vörur / staðgengilsvörur. Sjá nánari lýsingu hér
Framleiðandi:
Þarna er hægt að nálgast vefframleiðanda vörunnar (sem er valinn undir almennt á vefvöruspjaldi), ef hann er tómur þá gerist ekkert.
Tengt - Vörutegund:
Vörutýpa:
Opnar lista yfir vörutegundir sem hægt er að bæta við vöruna. Sjá nánari lýsingu hér
Gildi eiginleika:
Opnar lista yfir eiginleika vöru. Sjá nánari lýsingu hér
Tengt - Afbrigði
Afbrigði vefvöru:
Opnar lista yfir vefvöruafbrigði vöru þar sem hægt er að hengja annað hvort aðrar vörur eða sérstök afbrigði sem vefvöruafbrigði vörunnar. Þetta á til dæmis við um buxur sem koma í nokkrum stærðum, þá er hver stærð sér afbrigði. Sjá nánari lýsingu hér
Tengt - Vöruflokkun
Nr. vefflokks:
Opnar vefflokksspjald vöru. Sjá nánari lýsingu hér
Kóti yfirflokks vöru:
Opnar spjald með upplýsingum um flokk vöru. Sjá nánari lýsingu hér
Foreldri yfirflokks:
Opnar spjald með upplýsingum um flokk vöru. Sjá nánari lýsingu hér
Tengt - Viðhengi
Myndir:
Opnar lista yfir myndir vöru. Sjá nánari lýsingu hér
Skrár:
Opnar lista yfir viðhengi vöru. Sjá nánari lýsingu hér
Hlekkir:
Opnar lista yfir hlekki vöru sem geta verið t.d. Youtube myndbönd. Sjá nánari lýsingu hér
Tengt - Birta á vef
Birta á vef.
Til þess að hlutir séu speglaðir út á vefinn þá þarf að bæta við vefbirtingu. Takkinn opnar form þar sem hægt er að velja vefi sem spegla skal út á. Þeir geta verið fleiri en einn. Sjá nánari lýsingu hér
Birt á:
Heiti vefverslunar sem varan speglast út á.
Vöruafbrigði vöru:
Listi yfir vöruafbrigði vöru í vefversluninni
Viðhengi:
Listi yfir viðhengi vefvöru.