Stofna vefvöru og birta í vefverslun
- Opna Vefverslun Vörulisti og velja Nýtt.
- Þá opnast vefvöruspjaldið og hægt er að byrja að skrá upplýsingar.
Staða á vefvörunni er "Vara ekki birt á neinum vef".
- Þegar vefvöruspjaldið hefur verið fyllt rétt út þá er hægt að birta vefvöru í vefverslunni.
- Velja Birta á vef og Senda á vef.
- Velja hvaða vef varan á að birtast á og Í lagi.
- Um leið og speglun í vefverslun keyrist, birtist nýja varan í vefverslun, t.d. nopCommerce.
- Á vefvöruspjaldi er hægt að sjá á hvaða vef vefvaran hefur verið birt.
- Framvegis munu allar breytingar á vefvörunni speglast í vefverslun, svo sem birgðastaða eða verð.