Hvernig virkar Farmbréfskerfið?
Þegar búið er að setja upp farmbréfs kerfið (stillingar farmrbéfa), stofna sniðmát farmbréfa og tengja þau við flutningsaðila þá er farmbréfskerfið tilbúið til notkunar.
Best er að byrja notkun í prófunarstillingu og fínstilla sig við flutningsaðila í gegnum prófunarvefþjónustur þeirra.
Þegar búið er að ganga úr skugga um að allt virki eins og skyldi, þá er hægt að taka hakið af prófunarstillingu og setja á raun vefþjónustu flutningsaðila.
Til að einfalda notkun kerfisins þá er best að stilla viðskiptamenn með viðeigandi miðlara (flutningsaðilum) og og miðlaraþjónustu (sniðmát farmbréfs) á viðskiptamannaspjaldi. (Eins og var tala um í lokaskrefunum hér.) Þá fylgja nauðsynlega stillingar með frá viðskiptamannaspjaldinu yfir á sölupöntunina sem stofnar þá sjálfkrafa farmbréf við bókun á söluafhendingu.
Ef viðskiptamaður er ekki með miðlara (flutningsaðila) og miðlaraþjónustu (sniðmát farmbréfs) skráð á sig, þá er hægt að bæta því við á sölupöntunina sjálfa áður en hún er send í samantekt.
Ef viðskiptamaður er ekki með skráðan á sig miðlara og miðlaraþjónustu og það gleymist að bæta því við á sölupöntunina sjálfa, þá er hægt að búa til farmbréf eftir að söluafhending hefur verið bókuð. Það er hægt að gera á tveimur stöðum, bókuðum sölureikning og bókaðri söluafhendingu.
Farið er inní viðeigandi bókaðan sölureikning og ýtt á Farmbréf - Búa til farmbréf.
Sömu aðgerð er hægt að finna í bókaðri söluafhendingu.
Eins er hægt að fara beint í stofnað farmbréf út bókaðri söluafhendingu eða bókuðum sölureikning.
Að lokum, þá má finna öll stofnuð farmbréf á síðunni "Farmbréf". Þar er hægt að senda farmbréf, prenta límmiða, athuga stöðu sendinga og senda leiðréttingu á farmbréfi.