Hoppa yfir í efni

Stillingar Farmbréfakerfis

Eftirfarandi reiti má finna á uppsetningarsíðunni "Stillingar farmbréfa" sem hægt er að finna með því að nota leitina í BC.

Almennt

alt text

Númerasería farmbréfa

Hér er valin númeraserían sem nota á við stofnun allra farmbréfa.

Kennitölureitur lánardrottins

Reiturinn á lánardrottnaspjaldi sem inniheldur kennitölu, sjálfgefið gildi er Nr. 1

Kennitölureitur viðskiptamanns

Reiturinn á viðskiptamannaspjaldi sem inniheldur kennitölu, sjálfgefið gildi er Nr. 1

Límmiði

Stafasett strikamerkis

Hér er valin tegund strikamerkis sem á að prenta á límmiða. Sjálfgefið gildi er Code-128.

Prentun

Valmöguleikar eru Sjálfgefið, Universal print og PrintNode.

Sjálfgefið

Sjálfgefin prentun notar beina BC prentun (skýrslur eru keyrðar upp). Þetta er takmarkaður valmöguleiki að því leyti að hann styður t.d. ekki sjálfvirka prentun án aðkomu notanda.

Universal Print

Universal Print prentunin styður prentun með prenturum sem bætt hefur verið við BC í gegnum Universal Print. Hún styður auk þess sjálfvirka prentun í kjölfar bókunar afhendinga. Þó er einn hængur á þar sem Universal Print virkar ekki í gegnum handtölvur.

PrintNode

Styður sjálfvirka prentun í kjölfar afhendingar og prentun í gegnum handtölvur. Hægt er að sjá meira um PrintNode notkun og uppsetningu hér.

Þegar afhending er bókuð

Búa til farmbréf

Ef hakað er í þennan reit þá stofnast farmbréf í kerfinu um leið og afhending er bókuð.

Opna fyrirspurnarglugga um fjölda pakkninga

Ef hakað er í þennan reit þá opnast fyrirspurnargluggi við bókun sem biður notandann um að skrá inn fjölda pakkninga.

Prenta límmiða

Ef hakað er í þennan reit þá prentast límmiði sjálfkrafa eftir stofnun farmbréfsins. Athugið að sjálfvirk prentun er ekki studd með öllum prentaðferðum. Í BC SaaS er mælt með því að velja PrintNode í Prentaðferð til að nýta þennan möguleika. Smellið hér til að fara í uppsetningu á PrintNode m.t.t. Farmbréfakerfisins.

Senda farmbréf

Ef hakað er í þennan reit þá sendist farmbréf á flutningsaðila beint eftir bókun á afhendingu ef engin vandamál komu upp við stofnun þess.

Sleppa stofnun farmbréfa ef engin pakkning

Ef hakað er í þennan reit er ekki reynt að stofna farmbréf ef fjöldi pakkninga er stilltur sem 0. Annars er gerð tilraun til að stofna það þrátt fyrir 0 pakkningar en í því tilfelli fer verkið á villu og geymist þá í verkraðara þangað til búið er að laga farmbréfið og keyra verkið aftur í gegn.

Verkraðarstillingar

Sjálfvirk hreinsun Farmbréfaverkraðarfærslna á villu

Þegar senda á Farmbréf eða prenta það sjálfkrafa í kjölfar bókunar á sölu- eða millifærslupöntun er stofnuð verkraðarfærsla til að sjá um það. Það er gert til að forðast að kasta villum beint í bókunarferlinu. Hins vegar eiga þessar villur til í að safnast upp, og þá sérstaklega ef ekki er hakað í "Sleppa stofnun farmbréfa ef engin pakkning" að ofan.

Hægt er að stilla sjálfvirka hreinsun á þessum færslum með því að haka í "Sjálfvirk hreinsun Farmbréfaverkraðarfærslna á villu". Við það stofnast Verkraðarfærsla sem sér um að hreinsa þessi verk.

Fjöldi daga til að geyma Farmbréfavillur í verkröð

Einungis notaður ef hakað er í "Sjálfvirk hreinsun Farmbréfaverkraðarfærslna á villu" að ofan. Ef vilji er fyrir hendi til að geyma farmbréfavillurnar í ákveðinn tíma áður en þeim er eytt er hægt að stilla það í þessum reit. Ef gildið er 0 er öllum farmbréfavillum eytt þegar hreinsun á sér stað. Ef gildið er 1 er færslum frá því í gær og eldri eytt, ef gildið er 2 er færslum frá því í fyrra dag og eldri eytt og svo framvegis.

Sjálfvirk hreinsun tilbúin & gangsett

Upplýsingagjafar reitur sem segir til um hvort sjálfvirka hreinsunarverkið sé rétt sett upp. Ef gildið er rautt er eitthvað athugarvert. Til dæmis gæti verið að færslan sé Tilbúin en ekki gangsett, og þá þarf notandi með verkraðarfærsluleyfi að endurræsa færsluna.

Pósturinn

alt text

Slóð vefþjónustu

Vefslóð vefþjónustu Póstsins. Sjálfgefið gildi er rétt slóð, en henni má breyta í slóð prófunarvefþjónustu þeirra þegar það á við.

API Lykill

API Lykill til að auðkenna sig við vefþjónustu Póstsins. Hafa þarf samband við póstinn til að fá hann.

Ýtið hér til að prófa tengingu..

Aðgerð sem hægt er að ýta á til að prófa hvort tenging til Póstsins sé sett rétt upp.

Sjálfgefið kenni afhendingar.

Gefa skal upp sjálfgefið kenni afhendingar ef það á við og sniðmát eru ekki notuð. Þetta gildi þarf að senda með farmbréfum til Póstsins. Hægt er að breyta þessu gildi á spjaldi farmbréfs.

Flytjandi

alt text

Slóð vefþjónustu

Vefslóð vefþjónustu Flytjanda. Sjálfgefið gildi er rétt slóð, en henni má breyta í slóð prófunarvefþjónustu þeirra þegar það á við.

Notandanafn

Notandanafn í vefþjónustu Flytjanda.

Lykilorð

Lykilorð í vefþjónustu Flytjanda.

Api lykill Flytjanda

Api lykill sem er fengin frá Flytjanda.

Ýtið hér til að prófa tengingu..

Aðgerð sem hægt er að ýta á til að prófa hvort tenging til Flytjanda sé sett rétt upp.

Númer viðskiptamanns

Hér skal vera tómt.

Landflutningar

alt text

Slóð vefþjónustu

Vefslóð vefþjónustu Landflutninga. Sjálfgefið gildi er rétt slóð, en henni má breyta í slóð prófunarvefþjónustu þeirra þegar það á við. Ef slóðin virkar ekki, þá skal breyta slóðinni úr https:// í http://

Notandanafn

Notandanafn í vefþjónustu Landflutninga.

Lykilorð

Lykilorð í vefþjónustu Landflutninga.

Sendingarnúmerasería Landflutninga

Númerasería sem er fengin frá Landflutningum - svokallað InvoiceId sem Landflutningar notar til þess að rekja sendingar.

Ýtið hér til að prófa tengingu..

Aðgerð sem hægt er að ýta á til að prófa hvort tenging til Landflutninga sé sett rétt upp. Landflutningar bjóða ekki uppá þessa virkni og því skilar prófunin aðeins villumeldingu þess eðlis.

SSCC Fyrirtækjakóti

Fyrirtækjakóti SSCC númers. Notað til að búa til SSCC númer fyrir sendingar. SSCC númeraserían fyrir strikamerkin.

SSCC Númerasería

Númerasería sem er partur af SSCC númeri. Fyrirtækjakóti + númer í númeraseríunni verða að vera samtals 17 stafir að lengd. SSCC númeraserían fyrir strikamerkin.

Demo

alt text

Prófunarstilling

Ef hakað er í þennan reit eru engin vefþjónustuköll send út. Í staðinn gerir kerfið ráð fyrir svörum vefþjónustunna. Gott að nota í prófanir og þegar sýna á kerfið.