Hoppa yfir í efni

Skírteinismál

Ef búa þarf til self signed skírteini

  1. Búa til self signed skírteini.
  2. Keyra eftirfarandi skriptu Í Powershell: New-SelfSignedCertificate -DnsName SIP alt text
  3. Opna "Manage computer certificate" á vélinni, fara inn á Personal -> Certificates og finna SIP. alt text
  4. Hægri smella á SIP skilríki og velja All tasks og Export. Velja svo Next. alt text
  5. Haka í Yes, export the private key. alt text
  6. Velja Next án þess að breyta neinu. alt text
  7. Haka við password og skrifa inn lykilorð. Velja Next. alt text
  8. Velja stað til að flytja skilríkið á. Velja Next. alt text
  9. Velja Finish. alt text
  10. Nú er búið að flytja út skilríkið. alt text

Skírteini stillt í SIP Runner

Til að stilla skilríkið fyrir SIP, opna möppu þar sem SIPRunner.exe er og opna appsettings.json: alt text

Skírteinið er stillt af í appsettings.json skrá - hana má stilla af á tvo vegu

  • Með vísun í PFX með lykilorði
  • Með vísun í Subject og Certificate store

Vísun í PFX skrá með lykilorði

Undir Kestrel, setja inn rétt Url og Path þar sem skilríkið er geymt og lykilorð á skilríkinu.

"Https": { "Url": "https://localhost:5001", "Certificate": { "Path": "<path to .pfx file>", "Password": "$CREDENTIAL_PLACEHOLDER$" } },

Vísun Subject og Certificate store

Undir Kestrel, setja inn rétt Url og Subject, Store og Location þar sem skilríkið er geymt í skilríkjageymslu.

''AllowInvalid'' skal vera ''true'' ef skírteinið er self signed skírteini.

"HttpsInlineCertStore": { "Url": "https://localhost:5003", "Certificate": { "Subject": "<subject; required>", "Store": "<certificate store; required>", "Location": "<location; defaults to CurrentUser>", "AllowInvalid": "<true or false; defaults to false>" }

.Net core runtime

Vefurinn byggir á .Net og því þar runtime pakka til þess að keyra hann.

Ná í ASP.NET runtime pakka hér: https://dotnet.microsoft.com/download/dotnet/6.0 og setja upp í tölvunni.

Prófun

  1. Keyra SIPrunner.exe og sjá gluggann birtast á skjá. Ef svo er, þá hefur uppsetninginn tekist. alt text

Skírteinið sett upp á Microsoft Dynamics 365 Business Central þjón

Það þarf að koma skírteininu fyrir þar sem vefþjónn Business Central sér það. Leiðbeiningar fyrir það eru hér:

  1. Tvísmella á PFX skrá til að lesa skírteini inn í Certificate manager.
  2. Velja þar Local machine og áfram og finish.
  3. Ef skírteinið er self signed skírteinið þá skal afrita skírteinið úr Certificates - Personal yfir í Trusted root í Certificate manager fyrir local machine.

DNS stilling

Ef vélin sem hýsir SIPRunner er er ekki með DNS skráningu þá er hægt að koma henni upp á vélinni sem hýsir Business Central vefþjóninn

  1. Bæta SIP í host skrá fyrir vélina: C:\Windows\System32\drivers\etc\hosts.