Vinnuskjal verðbreytinga
Samtölur
Samtals línur:
Samtals línur sem eru í vinnuskjalinu.
Samtals vörur:
Samtals vörur sem eru í vinnuskjalinu. Ef smellt er á fjöldann þá aðlagast vinnuskjalið af niðurstöðunni.
Vörur með hækkun kostnaðar:
Samtals vörur sem eru með hækkun kostnaðar í vinnuskjalinu. Ef smellt er á fjöldann þá aðlagast vinnuskjalið af niðurstöðunni.
Sleppa sléttun:
Hægt er að haka í þennan reit til að sleppa að nota sléttunaraðferð verðbreytinga.
Línur
Merkja til uppfærslu:
Með því að haka í þennan reit er hægt að merkja línuna til uppfærslu. Línan er þá uppfærð þegar Aðgerðin Uppfæra merktar línur er valin.
Nr. vöru:
Númer vöru fyrir verðbreytingu.
Lýsing vöru:
Lýsing vöru fyrir verðbreytingu. Hægt er að smella á lýsingu til að opna birgðaspjaldið. Ef reiturinn er rauður þýðir það að uppfærsla verðs hefur lent á villu og fleiri upplýsingar er hægt að finna í reitnum Villutexti.
Kóti afbrigðis:
Kóti afbrigðis vöru fyrir verðbreytingu.
Á við tegund:
Tegund sölu frá birgðaspjaldinu. Möguleikar eru: Allir viðskiptavinir, Viðskiptamaður, Verðflokkur viðskiptamanns, Söluherferð.
Á við nr.:
Ef Tegund er viðskiptamaður, þá er númer viðskiptamanns fært hér inn.
Gjaldmiðilskóti:
Gjaldmiðilskóti á söluverð vöru.
Kóti mælieininga:
Kóti mælieininga á söluverð vöru.
Núverandi einingaverð:
Núverandi einingaverð sem er á birgðaspjaldi í reitnum Ein.verð.
Núverandi einingaverð m. VSK:
Núverandi einingaverð m. VSK sem er reiknað út frá reitnum Ein.verð á birgðaspjaldi og VSK vörubókunarflokki.
Nýtt einingaverð:
Nýtt einingaverð sem kerfið leggur til. Hægt er að breyta því handvirkt.
Nýtt einingaverð m. VSK:
Nýtt einingaverð með VSK sem kerfið leggur til.
Verð inniheldur VSK:
Hakað er í þennan reit ef verð á vörunni inniheldur VSK. Erfist frá vöruspjaldi.
Sleppa sléttun:
Ef það er hakað í þennan reit þá sleppir kerfið að taka tillit til aðferð sléttunar.
Nýtt kostnaðarverð:
Nýtt kostnaðarverð vöru skv. virðisfærslu á nýjum bókuðum innkaupareikningi.
Síðasta kostnaðarverð:
Síðasta kostnaðarverð vöru skv. virðisfærslu á fyrri bókuðum innkaupareikningi.
Mism. kostnaðar %:
Prósentu mismunur á nýja og seinasta kostnaðarverðinu.
Álagning (%):
Álagning (%), útreikningurinn er (Nýtt einingarverð - Nýr kostnaður) / Nýr kostnaður.
Fyrri álagning (%):
Álagning (%), útreikningurinn er (Núverandi einingarverð - Fyrri kostnaður) / Fyrri kostnaður.
Framlegð (%):
Framlegð (%), útreikningurinn er (Nýtt einingarverð - Nýr kostnaður) / Nýtt einingaverð.
Framlegð (SGM):
Upphæð framlegð á vöru (SGM).
Fyrri framlegð (%):
Framlegð(%), útreikningurinn er (Núverandi einingarverð - Fyrri kostnaður) / Núverandi einingarverð.
Byrjunardags.:
Byrjunardags söluverðs vöru.
Lokadagsetning:
Lokadagsetning söluverðs vöru.
Nýtt innkaupsverð:
Nýtt innkaupsverð vöru skv. virðisfærslu á nýju bókuðu innkaupareikningi.
Fyrra innkaupsverð:
Fyrra innkaupsverð skv. virðisfærslu á fyrri bókuðu innkaupareikningi.
Mismunur innkaupsverð (%):
Prósentu mismunur á nýja og seinni innkaupsverðinu.
Nýtt innkaupsverð (EGM):
Nýtt innkaupsverð vöru í innkaupsgjaldmiðli skv. virðisfærslu á nýjum bókuðum innkaupareikningi.
Fyrra innkaupsverð (EGM):
Fyrra innkaupsverðið í innkaupsgjaldmiðli skv. virðisfærslu á eldri bókuðum innkaupareikningi.
Mismunur innkaupsverð (EGM) (%):
Prósentu mismunur á nýum og eldri innkaupsverðum í innkaupsgjaldmiðli.
Nýr tollkostnaður:
Heiti reitsins fer eftir því hvaða heiti hefur verið valið í stillingum verðbreytingabókar t.d. nýr tollkostnaður á vöru. Hægt er að smella á töluna til að sjá virðisfærslurnar.
Fyrri tollkostnaður:
Heiti reitsins fer eftir því hvaða heiti hefur verið valið í stillingum verðbreytingabókar t.d. fyrri tollkostnaður á vöru m.v. fyrri innkaup. Hægt er að smella á töluna til að sjá virðisfærslurnar.
Nýr flutningskostnaður:
Heiti reitsins fer eftir því hvaða heiti hefur verið valið í stillingum verðbreytingabókar t.d. nýr flutningskostnaður á vöru. Hægt er að smella á töluna til að sjá virðisfærslurnar.
Fyrri flutningskostnaður:
Heiti reitsins fer eftir því hvaða heiti hefur verið valið í stillingum verðbreytingabókar t.d. fyrri flutningskostnaður á vöru m.v. fyrri innkaup. Hægt er að smella á töluna til að sjá virðisfærslurnar.
Fleiri reitir fyrir kostnað m.v. stillingum verbreytingabókar, t.d. tollkvótakostnaður, aksturskostnaður o.s.frv.
VSK bókunarflokkur (verð):
VSK bókunarflokkur söluverðs vöru.
Villutexti
Ef uppfærsla á verðbreytingu lendir á villu þá er villan skrifuð út í þennan reit. Ef ýtt er á reitinn birtast allar þær villuupplýsingar sem við höfum í skilaboðaglugga.
Verðbreytingarsaga
Ef hakað er í 'Verðbreytingasaga' í 'Stillingar verðbreytingabókar', sjá hér, bætist við einn reitur og tvær aðgerðir:
Fyrrum verðbreyting:
Reitur sem sýnir hvort verðbreytingarsaga sé til fyrir vöru.
Sjá fyrrum verðbreytingar fyrir valda vöru:
Aðgerð sem opnar nýja síðu sem sýnir allar fyrri verðbreytingar fyrir valda vöru.
Allar verðbreytingar:
Aðgerð sem opnar nýja síðu sem sýnir allar fyrri verðbreytingar.
Verðbreytingar upplýsingakassi
Ný birgðafærsla
Birgðafærslunúmer:
Birgðafærslunúmer úr nýjum innkaupareikningi.
Bókunardagsetning:
Bókunardagsetning úr nýjum innkaupareikningi.
Magn:
Magn á línunni úr fyrri innkaupareikningi.
Reikningur:
Reikningsnúmer úr fyrri innkaupareikningi.
Gjaldmiðilskóti nýrri innkaupa:
Gjaldmiðilskóti á nýjum reikningi.
Gengi:
Gengi notuð á nýjum reikningi.
Nýjar verðmætafærslur:
Ef smellt er á fjöldann þá opnast virðisfærslurnar á bak við birgðafærslu úr nýjum innkaupareikningi.
Fyrri birgðafærsla
Fyrra birgðafærslunúmer:
Birgðafærslunúmer úr fyrri innkaupareikningi.
Bókunardagsetning:
Bókunardagsetning úr fyrri innkaupareikningi.
Magn:
Magn á línunni úr nýjum innkaupareikningi.
Reikningur:
Reikningsnúmer úr nýjum innkaupareikningi.
Gjaldmiðilskóti fyrri innkaupa:
Gjaldmiðilskóti á fyrri reikningnum.
Gengi:
Gengi notuð á fyrri reikningnum.
Fyrri verðmætafærslur:
Ef smellt er á fjöldann þá opnast virðisfærslurnar á bak við birgðafærslu úr fyrri innkaupareikningi.
Aðgerðir
Breyta fyrri innkaupum:
Ef þessi aðgerð er valið er hægt að breyta fyrri innkaupareikning sem núverandi reikning er borið saman við. Sjá nánari lýsing á aðgerðinni hér
Uppfæra allt:
Uppfærir birgðaspjöld á öllum línum í vinnuskjalinu.
Uppfæra valdar línur:
Uppfærir birgðaspjöld á völdum línum í vinnuskjalinu.
Uppfæra merktar línur:
Uppfærir birgðaspjöld á merktum línum í vinnuskjalinu.