Hoppa yfir í efnið

Aðstoð með uppsetningu

Opnið Launakerfi uppsetning með aðstoð.

alt text

Lesa inn gögn

Til að halda áfram þarf kerfið að sækja og lesa inn stofngögn. Veljið lesa inn gögn til að halda áfram.

alt text

Launareikningur

Hér þarf að stofna launareikning. Kerfið býr sjálkrafa til Númeraröð útborgunar.

alt text

Tímaskráningarkerfi

Veljið hvort þið skráið vinnu á verk og verkhluta.

alt text

Starfsmannaupplýsingar

Tilgreinið hvort þið viljið stofna eftirfarandi:

alt text

Orlof:

Hakað er í þennan reit ef það eiga að stofnast færslur eða hreyfingar á orlofi. Söfnun út frá skráðri vinnu á forsendum launaseðils. Notkun út frá tímaskráningu á verkhluta.

Veikindi

Hakað er í þennan reit ef stofna á færslur eða hreyfingar um stöðu veikinda.

Stytting vinnuviku

Hakað er í þennan reit ef það eiga að stofnast færslur eða hreyfingar fyrir styttingu vinnuvikunnar. Söfnun út frá skráðri vinnu á forsendum launaseðils. Notkun út frá tímaskráningu á verkhluta.

Orlof

Þessi síða er eingöngu sýnd ef notandi hakar við að stofna orlofsfærslur

Kerfi sér um að búa til launaliði fyrir orlofssöfnun. Veljið hvort þið viljið sýna orlof á launaseðli og hvort þið viljið halda utan um orlofsskuld ef starfsmaður tekur of langt orlof.

Ef fyrirtæki skráir vinnu á verk og verkhluta þarf að velja orlofsverk nr. verkhluta nr.

alt text

Veikindi

Þessi síða er eingöngu sýnd ef notandi hakar við að stofna veikindafærslur

Ef fyrirtæki skráir vinnu á verk og verkhluta þarf að velja orlofsverk nr. verkhluta nr.

Ef notandi notast ekki við verk/verkhluta þarf ekkert að sérstilla hér.

alt text

Stytting vinnuvikunnar

Þessi síða er eingöngu sýnd ef notandi hakar við að halda utan um styttingu vinnuviku

Kerfi sér um að stofna launaliði fyrir styttingu vinnuviku.

Veljið hversu mikil stytting safnast á dag. 0.15 þýðir t.d. 15% af 60 mín = 9 mín.

alt text

RSK

Setjið inn veflykil og ykkar tölvupóstfang. Kerfið setur sjálfkrafa inn tölvupóstfang ríkisskattstjóra, launalið frádráttar og kóta kröfuaðila.

alt text

Víddarbókun

Hér þarf að tilgreina hvort þið viljið nota víddarskiptingu launa. Ef hakað er við víddarbókun birtist tafla til að setja upp víddir.

alt text

Banki

Stilla þarf hvaða útgreiðslubók er notuð og mótreikning launa ef nota á Bankakerfi RdN til að borga beint úr BC

alt text

Aðgangur að launakerfi

Stilla þarf upp hverjir hafa aðgang að launakerfi fyrirtækisins. Ef hakað er við að bara aðilinn sem stillir upp kerfinu þurfi aðgang verður hann sjálfkrafa setur inn sem notandi og næstu síðu verður sleppt

alt text

Aðgangsstýring

Hér á að setja inn alla notendur sem þurfa aðgang að kerfi.

alt text

Samantekt

Hér má sjá samantekt yfir uppsetningu. Veljið ljúka þegar allt er klárt.

alt text