Hoppa yfir í efni

Útborgun

Eftirfarandi þarf að fara í gegnum til að vinna að útborgun í launakerfinu:

1. Stofna útborgun, velja tímabil.

Velja valmynd Útborgarnir og Ný útborgun. Þá opnast gluggi, sjá nánari lýsingu hér.

2. Föst laun / fáir starfsmenn eða tímaskráning?

Fara yfir hvort er búið að setja upp föst laun starfsmanna.

3. Opna forsendur launaseðils, setja inn einingar mv. Taxta á starfsmanni eða kjarasamningi.

Hér er kjörið að stilla upp öllum þeim launaliðum sem eru breytilegir milli útborgana og/eða lesa inn skjöl fyrir launaliði á borð við bifreiðastyrk eða matargjöld. Sjá nánari lýsingu hér.

4. Stofna seðla.

Velja valmynd Heim og Stofna launaseðla ef á að stofna fyrir einn starfsmann annars Stofna launaseðla fyrir alla starfsmenn.

5. Yfirfara launaseðla.

Velja valmynd Skoða - Launaseðlar. Sjá nánari lýsingu hér.

6. Skýrslan Launasamanburður tímabila aðstoðar við að skoða frávik milli mánaða.

Skýrslan er undir valmyndinni Prenta/Senda - Útborgun.

7. Hægt að bæta við launaliðum við launaseðil handvirkt. Helst á þó að gera þetta í forsendum launaseðils. Hægt að breyta einingum og töxtum. Sjá nánari lýsingu hér.

8. Ef seðlum er breytt – muna að endurreikna, þá uppfærast frádráttarliðir ofl.

Aðgerðin er undir Aðgerðir - Annað - Endurreikna á launaseðli.

9. Loka útborgun.

Sjá nánari lýsingu hér.

10. Prófunarskýrsla keyrð, tékkar að allir seðlar séu uppfærðir, ath. að launaliðir séu rétt uppsettir ofl.

Aðgerðin er undir Prenta/Senda - Útborgun - Prenta prófunarskýrslu.

11. Lesa inn launaafdrátt frá RSK.

Aðgerðin er undir Prenta/Senda - RSK og kröfuaðilar - Lesa RSK afdrátt.

12. Senda til RSK.

Aðgerðin er undir Prenta/Senda - RSK og kröfuaðilar - Senda skilagrein til RSK. Sjá nánari lýsingu hér.

13. Senda launaafdrátt til RSK (eftirágreiddir skattar).

Aðgerðin er undir Prenta/Senda - RSK og kröfuaðilar - Senda launaafdrátt RSK.

14. Senda til lífeyrissjóða.

Aðgerðin er undir Prenta/Senda - RSK og kröfuaðilar - Senda til lífeyrissjóða. Sjá nánari lýsingu hér.

15. Bóka útborgun.

Aðgerðin er undir valmynd Útborgun - Bóka útborgun. Það verður að loka útborgun áður en hægt er að bóka hana.