Hoppa yfir í efni

Leiðbeiningar fyrir orlofshluta

Uppsetning í Launakerfisgrunni:

Sjáðu til þess að orlof sé rétt upp sett í Launakerfisgrunni. Sjá nánari lýsingu hér

Orlof:

Til þess að virkja sjálfvirka stofnun orlofssöfnunar, þarf að haka í Stofna orlofsfærslur á launakerfisgrunni.

Ef ósk er um að söfnun orlofs og orlof laust til notkunar komi fram á launaseðli er hægt að stofna launalið fyrir þá liði og velja þá í Orlofssöfnun launaliður og Orlofssöfnun laust til notkunar launaliður.

Ef notast er við verkbókhald til þess að skrá vinnu þá er hægt að velja hér það verk og þann verkhluta sem orlof er skráð á. Þá stofnast nýtingarfærslur sjálfkrafa í kerfinu. Einnig er hægt að skrá fleiri orlofsverkhluta undir þessu verki.

Ef birta á orlof á launaseðli skal haka í Orlof á launaseðli.

Ef óskað er eftir yfirliti yfir þá skuld sem fyrirtækið hefur gagnvart einstaklingum nýti þeir ekki uppsafnað orlof er hægt að haka í reitinn Reikna orlofsskuld og sjá yfirlitið hér.

Ef óskað er eftir fleiri orlofsupplýsingum á launaseðli er hægt að haka í Yfirskrifa orlofstexta á launaseðli og fylla út í svæðið neðst hvernig upplýsingarnar skulu birtast á launaseðli. Algengast er eftirfarandi:

Orlof safnað á orlofsári: %2
Orlof safnað í mánuðinum: %3
Orlof notað í mánuðinum: %4
Orlof laust til notkunar: %1

Veikindi:

Til þess að virkja sjálfvirka stofnun veikindafærslna, þarf að haka í Stofna orlofsfærslur á launakerfisgrunni. (Virkar aðeins ef notast er við verkbókhald).

Ef notast er við verkbókhald til þess að skrá vinnu þá er hægt að velja hér það verk og þann verkhluta sem veikindi eru skráð á. Þá stofnast nýtingarfærslur sjálfkrafa í kerfinu. Einnig er hægt að skrá fleiri veikindaverkhluta undir þessu verki.

Stytting vinnuvikunnar:

Til þess að virkja sjálfvirka stofnun söfnunarfærslna fyrir styttingu vinnuvikunnar, þarf að haka í Færslur f. Styttingu Vinnuvikunnar í launakerfisgrunni.

Ef óskað er eftir styttingu vinnuvikunnar á launaseðli skal haka í Stytting Vinnuvikunnar á launaseðli og stofna launaliði fyrir áunna og notaða styttingu og velja þá launaliði undir Launaliður stytting vinnuvikunnar notuð og Launaliður stytting vinnuvikunnar áunnin.

Hægt er að velja hvenær áunnin stytting vinnuvikunnar rennur út í reitnum Uppsöfnuð stytting vinnuvikunnar rennur út, ef óskað er eftir því að hún flytjist milli mánaða/ára eða ekki.

Söfnun styttingu vinnuvikunnar á dag stjórnar því hversu margar klukkustundir safnast fyrir heilan unnin vinnudag. Algengasta gildið er 9/60 eða 0,15 klst. Hægt er að stimpla inn mínútur á dag og bæta við /60 til þess að fá fjöldan í klukkustundum.

Ef notast er við verkbókhald til þess að skrá vinnu þá er hægt að velja hér það verk og þann verkhluta sem nýting styttingu vinnuvikunnar er skráð á. Þá stofnast nýtingarfærslur sjálfkrafa í kerfinu. Einnig er hægt að skrá fleiri styttingarverkhluta undir þessu verki.

Starfsmaður:

Stilla þarf upp starfsmanni þannig að orlof sé reiknað sjálfkrafa fyrir hann. Sjá nánar hér.
Fyrir hvern starfsmann þarf að vera rétt gildi í dags. hóf störf og velja tegund orlofs bæði fyrir dagvinnu og yfirvinnu. Staðfesta að orlofs prósentur og dagar séu réttir og yfirskrifa gildi ef samið hefur verið um sérstakt samkomulag um orlof við gefinn starfsmann. Ef greiða skal orlof inn á banka þarf að fylla inn í Orlofs bankaupplýsingar.

Launaliðir og útreikningur:

Þeir launaliðir sem eru með gildi í tegund orlofs eru notaðir til þess að reikna söfnun orlofs. Ef hakað er í nota hlutfall þá er 1 100% orlof, annars er reiknað með fjölda klukkustunda af heildar fjölda klst í mánuði. Til þess að sá útreikningur gerist rétt þarf að skrá rauða daga í Rauðir dagar. Sjá nánar hér.

Sjálfvirkni.

Við stofnun launaseðla ættu að verða til söfnunarfærslur (og nýtingarfærslur ef notast er við verkbókhald) í orlofshreyfingum. Sjá hér.

Hægt er að skrá nýtingu á síðunni Skrá orlofsnýtingu. Sjá nánar hér.

Hægt er að fylgjast með orlofsskuld og greiða út orlof á síðunni Orlofsstöður listi ef hakað er í Reikna orlofsskuld í launakerfisgrunni. Sjá nánar hér.